Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, maí 19, 2007

Gerðum goða ferð til Munchen ...

Í dag fórum við fjölskyldan til Puchheim, í fyrsta fyrirsögn Hörpu á erlendri grundu, og gerðum góðan túr. Við byrjuðum á að missa af lestinni okkar og tókum stress pakkan á að ná hugsanlega ekki í tíma til Puchheim, sem er borg á stærð við Rvk rétt utan við Munchen, þar sem fyrirsöngurinn átti að vera. Náðum þó í tíma. Við hittum þarna fyrir hina amerísku Theresu sem var líka að syngja fyrir þetta sama gigg og tókust með okkur ágæt kynni. Okkur skilst, óstaðfest, að þarna hafi sungið um 30 stelpur fyrir á þremur dögum og Harpa var í þriðja og síðasta hollinu, síðan átti að ákveða hver fengi verkefnið að því loknu, það er seinnipartinn í dag. Við Halldóra Björg hlustuðum á nokkrar stelpur og strax leist okkur illa á píanistann sem gerði alltaf sama "klikkið" í einu aríunni sem sérstaklega var beðið um í fyrirsönginn. Hann þóttist ekki kunna endinn í Segudilla úr Carmen sem endar á ógurlega hárri, kröftugri nótu og allar stelpurnar stoppuðu í endanum og kláruðu ekki sönginn. Harpa hins vegar söng aríuna af öryggi og festu og lét "klikkelsi" píanistans ekki á sig fá og auðvitað þrumaði út úr sér lokatóninum. Mér fannst yndislegt að heyra hana klára þetta því þrjár stelpurnar áður höfðu einhvernveginn bara lagst í dvala á sama stað í aríunni. Síðan brunuðum við bara í bæinn og röltum í Munchen og chilluðum í dag. Þegar við svo vorum að borða fyrir lestaferðina heim, hryngdi síminn ... "dring, dring ... Öh ... ja halló .... " " mh, ... mh, joo, mh hm " "ja, danke, fíl spass cjúsh " "Halli ég fékk giggið, þær vilja að ég vinni þetta verkefni með þeim,"

Sem sagt, Harpa fékk giggið í sínum fyrsta fyrirsöng. Þetta er engin stórópera en skemmtilegt lítið prófessional verkefni. Klassískir, djass, dægur tónleikar í Mars á næsta ári. Sjáumst þar.

Halli og fjölsk.


(Ps. endilega lesið síðasta blogg líka, gerði það bara í gær ... og nýjar myndir komnar á myndasíðuna.)

föstudagur, maí 18, 2007

Hlaupaæði, gönguferðir, party og brjalæði !!

Já Mai fór svakalega af stað .. húfffh ! Hann byrjaði á því að Harpa keypti handa sér afmælisgjöf frá mér sem voru hlaupaskór og brenndi síðan niður Linzer á fullu spani. Ég rétt náði að smella af henni nokkrum myndum áður en hún hvarf út í ys borgarinnar, óvíst um endurkomu. Hún kom samt aftur ómeidd í þetta skipti en hafði gripið fjölskylduvírusinn, hlaupaæðið. Einn hljóp víst 100 kílómetra í keppni við vini sína og önnur hleypur skilst mér vikulega 21 km, mögnuð veiki. Ég þyrfti að smitast af þessu líka .. þá kannski færi ég að komast á fætur á réttum tíma á morgnana, svoleiðis er krafturinn. Mér sýnist nú samt veikin ekki ná því marki hjá Hörpu að hlaupi frá sér allt við og hætti í söngnum og verður kannski ekki í bráð, en gott eins og þetta er því hún nýtur þessa víst.

Eins og austurríkismönnum er einum lagið var blásið til lands og þjóðarveislu af því það kom maí á dagatalinu og allir duttu í það ! Út um allar trissur og í öllum þorpum voru blindfullir bændasynir að reisa 30 metra, þráðbein tré upp á endann með spítum, við undirleik lúðrasveita og harmónikku. Mikil stemmning þar og létum við okkur ekki vanta, en kunnulegur náungi truflaði skemmtanahaldið ... við fjölskyldan vorum þess alveg viss um að þarna væri Kjartan mágur minn kominn sjálfur. Ég gat ekki fylgst nógu vel með þessari annars æsispennandi baráttu við tréið háa, fyrir þessum dularfulla mági mínum, þannig að ég laumaðist bak við tré, setti upp húfu, lagði frá mér bjórinn og mundaði myndavélina þangað sem hann stóð. Á hárréttu augnabliki smellti ég af, búinn að súmma vel og fókusa. Náði akkúrat svona skínandi fínni mynd af kappanum þegar hann leit til mín, beint í myndavélina. Sem ég hins vegar tók ekki eftir að hann hafði gert fyrr en ég skoðaði myndina í vélinni og skellti hressilega upp úr. Þegar ég leit hins vegar á hann aftur sá ég að hann skildi ekkert í því af hverju þessi ókunnugi maður hefði verið að taka af honum mynd og sprungið síðan úr hlátri... Ég laumaðist skömmustulega í burtu en hugsaði hvað systi mín myndi segja þegar hún kæmist að því að hann væri ekki í vinnuferð á Akureyri, eða Noregi heldur ... HÉR ! að drekka bjór, og kom mér haganlega fyrir aftur í mannfjöldanum. Síðan kiktum við í Untzing með fleirum og slöppuðum af hjá Daríó. Mánuðurinn leið svo bara eins og aðrir með undankeppni júrívisjónsúshíveislu (sem áður hefur verið bloggað um) og aðaljúróvísjónpartýveislu og gleði. Chill í Hellbrunn hallargarðinum, ásamt kirkjugarðchilli og gönguferð á hið yndislega fallega en lága og mjög svo nálæga berg, kennt við kaputziner nokkurn, ofan við húsið okkar. Myndir af öllu á myndasíðunni.

lengra verður bloggið ekki í bili, því ekkert almennilega flippað hefur gerst... nema það eitt að ég spilaði mína fyrstu tónleika með pólska stúlkna bandinu, Miriams acoustic quartett, á Jazzit klúbbnum um daginn og gekk það heiftarlega vel .... og jú Harpa er að fara til Munchen á morgun í fyrirsöng og við fjölskyldan fáum að fljóta með.

... annað ekki markvert né frásögufærandi ... nema jú "..Til hamingju Ísland.." með að fylgisminnsti og máttlausasti stjórnmálaflokkur evrópu sé ekki lengur í ríkisstjórn eftir of mörg ár og hafi þannig af okkur lýðveldið !!

Chao !!

föstudagur, maí 11, 2007

sushi og fyrsti masterklass husbondans.

Já það er hætt að rigna í bili og við höfum það gott. Enn er frí í vinnunni vegna verkefnaleysis, en í því fríi hef ég æft mig á bassann og fór á masterklass með Barböru Bonney og Harpa kom til að hlusta. Eftir masterklassinn sem gekk ágætlega fór ég að sækja Halldóru Björgu á leikskólann og við keyptum Súshí vörur. Síðan gerðum við súshí og héldum súshí/júróvísíjón veislu. Aumingja Eiríkur, hann stóð sig ógeðslega vel og kom mér á óvart með krafti raddar sinnar, still góing strong. En hvað viljum við svosem vera leika okkur við þessar þjóðir sem komumst áfram ... ég er bara hálf feginn, en samt annað partý á laugardagskvöldið.
Nuna er Harpa að fara á sama masterklassinn og ég fór á í gær og ætlar að syngja og ég ætla með til að hlusta ... eins og í gær. Bestu kveðjur Halli.