Við erum hér enn, að hanga, slugsast og vinna í Salzburg. Sitthvað hefur drifið á daga okkar síðan síðast, við máluðum í stofunni, sundferð til Golling, mat til Öbbu og sunnudagsævintýri í Hallstatt.
Við Halldóra Björg tókum okkur til og máluðum einn vegg í stofunni svona rétt til að lyfta aðeins stemmningunni og skreyttum annan. Við skemmtum okkur konunglega við að gera þetta saman meðan mamma sá til að við hefðum nóg í gogginn, á meðan við ynnum, og sóðuðum ekki allt út. Allt heppnaðist vel og Halldóra Björg stóð sig rosalega vel að mála og að borða, ... alveg eins og pabbi. Helgina eftir fórum við alla leið til Golling (klst í lest) þar sem beið okkar splunkuný upphituð sundlaug með öllum nýustu leiktækjum fyrir börn og fullorðna ásamt mat og bjórsölu, og héngum þar allan daginn ... á sundfötunum getur maður nebblilega farið fínt út að borða með þjónustu á borð og allt, snillingar þessir austurríkismenn. En þegar við komum þangað eftir lestaferðina fundum við enn eina sveitahátíðina, núna var það "bikerweekend" sem við gengum inní. Bærinn var kjaftfullur af tattoveruðum, fúlskeggjuðum mótorhjólaköllum að keppast um í hvaða hjóli heyrðist mest. Ætli hjólið sem var eiginlega bara risavél með engum kút, bara flækjum, hafi ekki unnið ! Húff þvílík læti. Skemmtilegt var líka að fylgjast með þeim í spyrnu mælitækinu ... mótorhjól uppi á kerru, síðan uppi á einhverskonar búkkum og undir dekkinu eitthvert kefli sem hjólið átti að snúa á fleigiferð... Gaurarnir þöndu hjólin sín svo að ég var alltaf að bíða eftir að þau myndu gersamlega springa í loft upp eða búkkarnir gæfu sig og sendu hjólin og hjólreiðarmennina eins og byssukúlur upp af kerrunni og rakleitt til tunglsins ... eða inní miðjan áhorfendaskarann. Við hröðuðum okkur í burtu og í laugina. Sem betur fer eru þessir hjólakallar (hérna í austurríki alla vega) ekkert mikið að fara í bað og vorum við þess vegna í vernduðum hópi alvenjulegs fólks í sundlauginni, mikill aumingi er maður nú orðinn ... Á leiðinni að lestarstöðinni fundum við líka Krampúsa framleiðslu og skjálfandi á beinunum eftir síðustu jól náðum við nokkrum myndum af ógeðunum, í þessar grímur hleypur nefnilega líf og illska á aðventunni og ráðast þeir á fólk öskrandi og fullir, Húffh hræðilegt alveg ...
Síðustu helgi ákváðum við að fara aftur til Hallstatt í landi Salzkammergut, Austurríki, til að rifja upp veru okkar þar fyrir um fimm árum síðan. Við ákváðum að leigja okkur bíl, ekki beint frásögu færandi en samt ... sýnið mér þolinmæði... Ég hafði spurnir af ofur tilboði. Nýr bíll til leigu, ótakmarkaðir kílómetrar, í einn dag aðeins ... 29 evrur !!! ekki slæmt, tökum hann hugsuðum við bæði með okkur, enda hvorki að ferðast með kontrabassa né píanó í þetta skiptið. Ég fór og náði í bílinn, vissi ekki hvaða bíll það væri þegar ég kom á leiguna. Ó kei sagði strákurinn sem afgreiddi mig. Bíllinn 29 evrur, tryggingar 20 evrur (allt í lagi, auðvitað kaupir maður tryggingar eftir allt sem áður hefur gengið á) og barna sæti 25 evrur !!! What !!! kostar barnasætið jafnmikið og bíllinn ??!!! ok fokkid fáum bara tvo bíla þá... nei, andsk... við kaupum bara barnasæti í staðinn. Ég tek bílinn, sagði ég... "já heyrðu, komdu hérna með mér væni" sagði strákurinn á reiprennandi þýsku og sýndi mér bílinn, nei heyrðu andskotans, hann er algerlega þakinn í auglýsingum um að hann sé ódýrasti bíll í leigu á landinu, jafnvel í evrópu !!! ó fokkid líka, tek hann.
Síðan héldum við af stað á myndarlega skreyttum bílnum. Ekki langt frá Hallstatt þá kom þessi svakalega gusa upp úr Halldóru Björgu greyinu og síðan tvær aðrar ... allur morgunmaturinn yfir hana, leikföngin, kjólinn skóna og bílinn. Djö, við reyndum að þrífa hana sem best með sódavatni og bol og hugsuðum hvort við ættum að snúa við ... 1 1/2 klst til baka eða korter til Hallstatt og reyna að finna flóamarkað til að kaupa ný föt. Hér eru alltaf flóamarkaðir og viti menn. Á risa skilti stuttu frá Uppsölum stóð letrað vinstri handar skrift "FLÓAMARKAÐSHELGIN-ALLT TIL SÖLU" Góðann daginn ! Öskruðum við öll í kór og tókum snögga hægri beygju. Er við komum inn í þorpið blasti við okkur leifar af mjög stórum árlegum flóamarkaði, haldið úti, undir tjöldum, inní í bílskúrum og í nokkrum yfirgefnum risa húsum. Mublur, bílar, verkfæri, matur, matarstell, stell og hnífapör, Allt saman til sölu. Góðviljaður maður sagði að markaðurinn væri nú eiginlega búinn en við gætum athugað með klæðnaðinn og leiddi okkur þangað þar sem hann var seldur. Foreldrarnir angandi af ælu og barnið á nærbuxunum rótuðum við í haug eldgamalla fata með fúkkafílu og bárum okkur aumlega. Faðirinn var tekinn í viðtal hjá FreeRadioSalzkammergut og sagði farir sínar ekki sléttar. Síðan fundum við ljómandi fínar bleikar náttbuxur og röndóttann bol og hvítt ullar sjal. Allt þetta fyrir 20 sent, ekki einu sinni eina evru!!! Síðan hröðuðum við okkur til Halstatt, röltum þar um bæinn og hittum Rósu, Peter og Lilju, chöttuðum aðeins við þau og fórum svo í langþráða siglingu á vatninu. Við Halldóra Björg skemmtum okkur konunglega með að sulla á hvort annað en mamma var ekki svo hrifin ... vildi ekki fá vatn á sig ... rosa pæja. Síðan borðuðum við með R.P.L. og brenndum í bæinn, villtumst aðeins og stefndum til Wínar en náðum að redda því þónokkru fyrir miðnætti. Allt gekk svo bara vel að ná sölunum úr sætunum og hylma yfir slysinu... enda höfðum við borgað nóg með að auglýsa ódýrasta bílaleigubílinn á stútfullum flóamarkaðinum svo við þurftum ekki að borga aukalega fyrir æluhreinsun. Á ekki að vera smá ælulykt í svona ódýrun bílum? ... 29 evrur.
Annars gengur allt í haginn hér og við erum farin að hlakka rosalega mikið til að koma heim í Júlí, vonandi sjáum við alla þá. Myndasíðan geymir sjónrænar frasagnir af öllu nema ælunni. Enjoy !!!
Cervúúús. Hallskí.