Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

fimmtudagur, október 15, 2009

öh, ... ekkert að segja nema lífið heldur áfram

Ég hef ekkert að segja, lífið heldur áfram. Veturinn er kominn og kom hann með halfgerðum hvelli. 25 gráður og sól í síðustu viku og nú bara hrímhvítur skafrenningur eftir Schwarzstrasse á morgnana. Harpa stækkar og stækkar og barnið innra spriklar og virðist hið hressasta. spenningurinn orðinn mikill og Halldóra Björg orðin mjög spennt.

Harpa fór í skoðun á mánudag og þar sást greinilega hvort kynið barnið er og verður okkur því ekki á ósk okkar um óþekkta breytu við barnsburð. Allir þættir jöfnunnar eru því í dag þekktir, Harpa+Halli+Halldóra Björg=gleðin ein

þar til næst, H.