Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

miðvikudagur, janúar 04, 2006

.....

Jæja nú eru jólin bara að renna sitt skeið og nýtt ár gengið í garð. Ég verð nú að segja að nýja árið leggst bara mjög vel í mig. Halldóra Björg er farin að tala alveg heilmikið og nú er mikið fjör í Bugðulæknum. Skólinn fer svo að byrja á bæði mér og Halla þannig að allt er að færast í sinn vanagang, það er líka ágætt. Ég færi öllum sem ég þekki þrettándakveðju og hlakka til að sjá ykkur öll á nýju ári:)

Harpan