Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, október 21, 2007

Huggulegheit...

Það er óhætt að segja að það sé huggulegt í Salzburg núna, snjókoma og milt veður. Við mæðgur erum einar heima og búnar að vera yfir helgina. Við höfum haft það ofsalega gott, bakað súkkulaðiköku og tekið á móti gestum.
Það er rosa mikið að gera í skólanum núna og ekkert gefið eftir. Ég er að komast inn í þetta allt saman en þetta er óneytanlega mikil breyting frá hinu rólega lífi í einkanáminu. Þetta er allt rosalega spennandi og skemmtilegt og helgarnar notaðar í rólegheit og æfingar. Það er gaman frá því að segja að einmitt í þessu augnabliki á meðan ég skrifa þetta horfir Halldóra Björg dolfallin á sjónvarpið og syngur og dansar við "bayerische folkmusik diskoremix" eitthvað... Þetta er algerlega hræðilegt sjónvarpsefni þar sem hinir ýmsu tónlistarmenn stíga á svið og syngja og dansa fyrir fullum sal af fólki sem klappar í takt. Það besta við þetta er að þetta er ekki grín... Þetta finnst dóttur minni algerlega meiriháttar en hún er samt frekar leið á köllunum sem eru oftast komnir vel yfir miðjan aldur og vel brúnir, sem er gott. Hún er hrifnari af konunum í fallegu kjólunum, með varalitinn og fallega breiða brosið. Þess ber að geta að auðvitað er þetta allt mæmað ! Ég hugsa stundum "á ég að slökkva á þessu???" en hey komm on, hvort er betra, þetta eða Söngvaborg ! Ég veit hvað mér finnst, þetta er þó allavega ekta !
Við mæðgur erum að spá í að fara út í snjóinn núna og dúlla okkur meira.
Við kveðjum í bili

Harpa og HBH