Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

föstudagur, ágúst 13, 2010

feðginin á flumbruvöllum

Nú er hér allt í kross og óskipulagi, borðað og drukkið á undarlegustu tímum og hangið í plötubúðum allann daginn í skjóli fyrir rigningunni semnú herjar. Já, mamma er flogin til Íslands að sækja Halldóru Björgu... og við Matthildur því ein í kofanum. Hvorki ég né hún höfum verið sérstaklega þekkt fyrir reglu og skipulag. Annað okkar meira að segja svo að hjartað er ekki einu sinni í röð og reglu, en það er önnur saga. Í dag er fyrsti dagurinn liðinn af fimm sem til stendur að við eigum að vera ein heima, en það kæmi mér ekki á óvart þó að Harpa og Halldóra Björg þyrftu að flýta för sinni aftur heim vegna flumbrugangs og kunnáttuleysis í reksti góðra heimila. Við Matthildur vöknuðum allt of snemma í morgun, og til hvers, .. jú til þess eins að bíða eftir að við sofnuðum aftur. Þá fyndidt mér nú miklu betra að einfaldlega sleppa þ´vi að vakna þarna um hálf sjö leytið og sofa bara beint fram til 10 og fara SVO í plötubúðina, en þar er einmitt eitt að reglulegum embættisverkum okkar feðgina þessa vikuna, að athuga hvort ekki sé allt í röð og reglu í rekkunum. Matthildur unir sér þar vel, og kann ég henni fyrir það bestu þakkir. Hún hefur borðað heilann banana í dag og hálfa krukku af, bæði, spagetti með mozarella og bio kalbs braten í krukku, með hrísgrjónum. Allt soðið niður í yndælis barnamauk sem pabbi ber síðan lystilega fram í plastskál. Matthildur er búin að skipta tvisvar sinnum um alklæðnað í dag, eins og helstu skvísurnar, en þó aðallega fyrir subbulegar matarvenjur frekar en stíl.

Við sjáum hverju fram vindur næstu daga og er nú að renna í aðra nótt okkar Matthildar ein heima, allt getur gerst.

Fylgist spennt með Spagettíætunni Matthildi og þjóninum Haraldi í "feðginunum á flumbruvöllum"