Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, september 12, 2010

Ævintýri fjölskyldunnar gerast enn !

Eftir að ég bloggaði síðast leit allt út fyrir að erfiðleikar, flækjur og vandamál yrðu fjarri okkur næstu vikur og mánuði og okkar biði næstum eðlilegt fjölskyldulíf, sem það hefur næstum verið að frátöldum nokkrum minniháttarpústrum við kerfið eins og ég ætla mér hér stuttlega að rekja.

Við fjölskyldan höfum farið hús úr húsi í leit að hinni fullkomnu íbúð, nú skal hvergi slakað í kröfum um frágang, staðsetningu, nágranna, útlit utanhús, fúggalykt eða í öðrum ógreindum smáatriðum. Meira að segja ég hef lagt lóð mín á vogarskálarnar í leit á netinu að hentugum stað til að búa á fyrir okkur, en yfirleitt og alltaf er það hin tölvufróða Harpa sem sér um þessa hlið mála og ég um að tala fyrir hönd hópsins, sem hér eftir kallast flumbruvallafjölskyldan.

Eftir mikla leit og póstsendingar fengum við boð um að skoða íbúð á besta stað í bænum, rétt við Neutor göngin, við hlið hins rómaða veitingastaðar Poseidon. Við þrömmuðum þangað í stórum hópi og garðurinn einn og sér hefði verið okkur nægjanlegur að búa í, svo flottur og fullkomlega snyrtur var hann. Er inn í íbúðina kom, sáum við strax að þessi íbúð henntaði okkur vel, tvö stór herbergi, risa stofa, svalir, snyrtilegur kjallari, vel einangruð íbúð, vel skipulögð og privat. (sem þýðir að maður þarf þá ekki að borga fasteignamiðlara laun sem eru yfirleitt tveggja mánaða leiga umþb 3000 evrur) eftir nánari skoðun og spjall, ákváðum við að loksins væri drauma íbúðin fundin og létum vita að hér vildum við búa. Örfáum klukkustundum síðar fengum við símatal þar sem okkur var tjáð að börn væru ekki æslkileg í húsinu né í garðinum og við fengum því ekki þarna að búa. Svo við röltum döpur í bragði aftur heim á leið, með fúlan pabba, svekkta mömmu og tvö grátandi börn.

Við ákváðum að reyna að slaka á og snúa okkur aftur að venjulegu amstri hvers dags. Ég fór að mála glimmer á klósettveggi moldríkrar þýskrar eðalfjölskyldu og Harpa fór að kaupa skó á Halldóru Björgu. Þegar skórnir höfðu verið fundnir, teknir og borgaðir og þær mæðgur voru á leið heim, var Harpa nöppuð miðalaus af miðaverði í strætó. Þar sem hún tróðst í gegnum vagninn í átt til bílstjórans, eftir að hafa gengið örugglega frá börnunum, til að borga stökk á hana grimmileg, en samt smeðjuleg miðaldra kona og rukkaði hana glottandi um 72 evrur, þrátt fyrir að fólkið staðfesti að hún væri ný innstigin og hefði verið að ganga frá börnunum, ekkert dugði og allir fúlir. Ég auðvitað alveg drullufúll þegar Harpa sagði mér af þessu og hugsaði allt sem ég vildi segja við þessa helv... kellingu, ef ég sæi hana. Á leiðinni heim úr vinnunni, tók ég eftir skuggalegum náunga sem sat rólegur í vagninum og skoðaði fólk... allt í einu spratt hann upp úr sætinu veifaði strætó skýrteini og öskraði "fahrschein kontrolle!", ég sýndi miðann minn og hallaði mér aftur upp að glerinu og hugsaði allt sem ég hefði sagt ef þetta hefði verið þessa fúla miðaldra kellingarálft sem glottandi rukkaði Hörpuna mína fyrr um daginn, en svo var ekki, ... enn.

Þegar ég kom á stoppistöðina mína, steig ég út á eftir skuggalega rukkaranum og út um hinn enda vagnsins, kom þessi kjagandi kellingarálft... ég hitnaði allur í framan og hugsaði, nei nú fær hún að heyra það... ég gekk upp að henni og sagði, "entschuldigung, ... was ist deine name bitte?" Hún sagðist ekki bera neitt nafn, bara strafsmannanúmer, ég hélt ró minni og sagði henni hver ég væri, maður konunnar minnar og faðir þessara tveggja barna sem voru með henni í för og vildi vita hvert maður snéri sér til að "klaga" undan hennar vinnubrögðum. (þar sem ekki er hægt að stíga inn að framan með barnavagna, verður maður að stíga inn eftast í vagninum þar sem er pláss, binda barnavagnana og troða sér síðan í gegnum vagninn til að borga fargjaldið hja ökumanninum) Maðurinn gaf mér upplýsingarnar sem ég þurfti til að klaga starfsmanninn, ég sagði bless og gekk heimn nokkuð brattur.

Harpa hryngdi daginn eftir og fékk fund með yfirmanni þessa starfsmanns. Þegar þangað var komið úthúðaði hann Hörpu og sagðist hafa ætlað að leggja niður sektina ef maðurinn hennar hefði ekki hótað því að LÖGSÆKJA starfsmann sinn, með ókurteisi og leiðindum. ég hótaði ekki að lögsækja einn né neinn, eða svo hélt ég og fór yfir samtal okkar í huganum.... allt sem ég sagði var rétt og auðskilið en aðeins efins var ég um oriði "að klaga" þar sem ég notaði það í samskiptum okakr, sló ég því upp í þýðingarforriti og þar stóð "LÖGSÓKN, LÖGSÆKJA, EIÐILEGGJA MANNORÐ, LÖGREGLUMÁL, LÖGFRÆÐINGAR, HLEVÍTIÐ VESEN, ANDSKOTANS ROSALEGT HELVÍTIS VESEN" og svo framvegis. ég sem sagt notaði ekki BEklagen heldur ANklagen í samskiptum okkar og á "be" og "an" er áðurgreyndur munur, að kvarta og að LÖGSÆKJA. Við borgum bara sektina og ég ríf aldrei aftur kjaft við strætórukkara.

En sama dag skoðuðum við aðra íbúð, aftur á besta stað í bænum og nokkuð stór. Eftir skoðunina þar sem öllum okkar spurningum hafði heiðarlega verið svarað og rétt áður en við kvöddum, byrjuðu varirnar á mér að titra, þær bara uðru að segja eitthvað... ég barðist við að halda þeim saman eftir það sem áður var á gengið en einhvernvegin út um pínulítið gat við annað munnvikið skriðu orðin út "ég vill ekki vera dónalegur en ég verð að spyrja, er ekki hægt að semja eitthvað um þessi ógeðslega háu miðlunarlaun þín, hvernig er það? Ha? Ha?" Hjarta mitt brann er eyrun hlustuðu á orðin sem bergmáluðu í marmaraklæddum stigaganginum og virtust aldrei ætla að hætta að berast. Harpa svitnaði og börnin fóru aftur að gráta, aumingja maklerinn sem hafði verið svo jákvæður og yndæll horfði alvarlegur á mig meðan hann hugsaði hvernig væri hægt að svara þessu ... "makler launin eru alltaf að lækka" sagði hann, "en við ættum að geta náð einhvernskonar sanngjörnum samningi ef þið viljið íbúðina, en ég get ekki lækkað þau um 50 prósent, það er of mikið"... eftir þessi svör, þakkaði ég blaðrandanum í mér þar sem hann virtist hafa unnið til baka þessar 72 evrur sem hann tapaði um morguninn.

Fjölskyldufaðir flumbruvalla fjölskyldunnar í Svörtugötu, Flumbri.