Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, febrúar 05, 2011

Janúar liðinn, fullt búið að gerast og tíminn þeysist áfram

Tíminn hefur svo svakalega stungið mig af það sem af er þessu ári að mér finnst eiginlega sjálfum að ég ætti að fara að segja ykkur af áramótunum, þrettándanum og skólabyrjun, en það er nú þegar allt orðið old news sem allir eru búnir að gleyma. þannig að ég hef ákveðið að stinga niður það sem sendillinn bankar upp á með nýju plötuna.

kafli 3. hier brauche Ich deine unterschrift bitte.

Er Haraldur hafði nýlokið við að greiða sítt hárið og klóra sér letilega í flóknum bringuhárunum þar sem hann stóð fyrir framan vaskinn, hryngi dyrabjallan. "Ist hier jemand wer warted auf ein sendung von sony?" Heyrðist sagt í gegnum dósahljómandi dyrsasímann undir háværu feedbakki, hjartað tók kipp og Haraldur sveiflaði hárinu frá augunum og sagði, "elskan, diskarnir eru komnir". Gréta lagði frá sér morgun sígarettuna, blés út og beit í þurrkt brauðið sem lá á diski við hlið öskubakkans, "m hm.." heyrðist tautað út um munnvikið. Haraldur klæddi sig í leðurvestið, tók utan um brúnt, slétt hárið með hægri hendinni og lagði það yfir öxlina fram á brjóstið og tvíssté framan við spegilinn í forstofunni er hann hlustaði á þungt fótatak sendilsins í stigaganginum. "og hvað ætlarðu síðan að gera við allar þessar plötur? eru þetta ekki 5000 stykki?" spurði Gréta útum um annað munnvikið án þess að líta á hann. Haraldur starði í spegilinn og lyfti nasavængnum öðru megin Billie Idol style er hann hugsaði hið augljósa svar "..meikaða.." Bláklæddur sendill á miðjum aldri rétti Haraldi staðfestingu, reikning og móttöku eyðublað er hann gekk rakleitt inn í teppalagða forstofuna og settist við símaskenkinn, andaði þungt frá sér og bennti með breiðu nefinu á efsta blaðið í bunkanum í höndum Haraldar og sagði "Hier brauche ich deine unterschrift bitte". Sendillinn boraði kröftulega í nefið með þumlinum meðan Haraldur beygði sig hæglega yfir símaskenkinn, þannig að slétt hárið hékk báðum megin höfuð hans niður og sveiflaðist í takt við hrynfastar hreifingar pennans. Sendingin var komin, Haraldur flýtti sér niður og opnaði á göngu upp stigann fyrsta pakkann, 25 stykki í pakka af "where the fire burns" með -Lost At Sea-. Haraldur horfði einbeittur á logandi eldtungur umslagsins er þær liðuðust í kringum svart mannshjarta og sveiflaði hárinu til hliðar, Gréta gladdist ekki, hún hataði að þeir hefðu skrúfað fyrir rafmagnið.

Ah sorry, þetta var víst önnur hljómsveit og annar Haraldur, en ég ákvað að segja ykkur af honum þar sem tíminn leið svo hratt í janúar að ég man bara eiginlega ekki neitt. Þeir sem þekkja okkur vel, geta hrngt í Hörpu og fengið nánari upplýsingar um það sem gerðist í janúar og hinir verða bara að geta í eyðurnar, eða skrifa nýja sögu.

H.