Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, október 10, 2010

engin kæra, ekkert gaman.

Kæra dagbók, ég er hættur við að kæra fólk sem sinnir sínum daglegu salzbúrgísku störfum og kæri mig ekki lengur um að kæra þá sem sinna sínum daglegu störfum í kæruleysi. í kær fór ég... í gær ákvað ég að blogga í dag, því í gær átti ég stutta samtal við virðulegan mann sem táraðist bara og grét þegar ég svaraði spurningum hans. Hann sem sagt spurði bara um Matthildi, hvernig þetta hefði allt veirð og hvernig hún væri núna og hvernig ég héldi að hún myndi verða. Við öll mín svör roðnuðu augu hanns og fylltust af tárum, og í hvert skipti sem ég tók eftir því reyndi ég að "hugga" hann án þess þó að taka utan um hann og klappa honum á bakið og hvísla í eyrað að þetta yrði allt í lagi, heldur með að segja eitthvað ferskt og bjartsýnt og glaðlegt um reynslu okkar. Það kallaði bara fram meiri tár hjá aumingja manninum, sem varð til þess að ég þakkaði honum kærlega fyrir að fyrlgjast með okkur fjölskyldunni, styðja okkur í hugsunum og að hafa komið að hlusta... þegar ég gekk í burtu heyrði ég enn að hann snökkti.

Það er allt kreisí hérna á svörtugötu núna ! Við fundum æðislega fallega íbúð í miðbænum og skrifum líklega undir í vikunni. Settum auglýsingu um okkar íbúð í blaðið og bara BOMM komin læknisfjölskylda með fullt af börnum sem segja bara "hættið að auglýsa við viljum flytja inn á morgun", við auðvitað himinlifandi, blásum til *Dirndl veislu og höldum upp á (einnig auðvitað til að hella salzburgaríslendingana nógu fulla til að þeir samþykki að hjálpa okkur að halda á öllu helv.. draslinu okkar aftur niður af 4 hæð... 77 þrep !) en þá hryngir síminn og allt aftur í baklás, leigusalinn vill ekki leigja læknunum og börnunum hans, "af því þau eru of MÖRG", hið týpíska austurríska yndæli. þannig að við erum ekkert að fara flytja í bráð heldur að halda áfram að leyta eftir **nachmieter.

Oktober er kreisí að gera í tónlist, fullt að tónleikum að spila, með Hörpu án Hörpu á Hörpu og slaghörpu, Hörpu slag, Harpa í slag og ég er með slag á hjartaásinn og allt ásamt því að fara á tónleiak þess á milli sem maður á frí kvöld. Þetta gerist ekki oft svona, en november er einnig að verða líklegur kandidat í þess háttar spilabrjálæði, það er bara mjög gaman.

Við Harap höfum sett saman nýtt project sem gengur vonum framar, búin að spila eitt gigg með Julian Urabl, ungum austurrískum jazz gítarista, og erum búin að taka upp smá demo sem við ætlum að brenna sjálf og ljósrita umslögin, líma sjálf og dreifa frítt á tónleikum, sem eru nokkuð margir framundan.

jæja, vinna á morgun, verð að hætta, Matta, HBH, Harpsíkord og ME the MAN, biðjum fyrir KÆRUM kveðjum til allra ykkar sem fylgjast með okkur. H.

*austurríksur þjóðbúningur, a.k.a. Heiða með brjóstin uppúr
**eftirleigjandi