Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, júní 27, 2010

Íbúðaleit í svitaklístri

Sumarið kom með hágæða hitabylgja og vandræðin byrjuðu. Matthildur, sem er á hröðum batavegi, þoldi hitann illa á sjúkrahúsinu sína síðustu daga þar og enn ver eftir að heim var komið. Ég bjóst til baráttu við enn eitt náttúru undrið og keypti tvær öflugar viftur. Þær gengu báðar allann sólarhringinn með litlum árangri, báráttunni við sólina er víst vænlegast að hætta og sætta sig við tapið. Síðan höfum við sagt upp íbúðinni og þegar skoðað nokkrar. Íbúðarleit í Salzburg er engin sérstök skemmtun, við leigjum nú þegar háu verði og ætluðum okkur ekki að bæta svo miklu við en framboðið er ekki mikið... undanfarna daga hefur Matthildur á yndislega daga með okkur heima. Hún drekkur vel, borðar grauta, slefar, veltir sér næstum, hlær mikið og .... (mjög mikilvægt) þyngist. Halldóra Björg hins vegar sýnir skiljanleg skólaþreytu merki og bíður íslandsferðarinnar með mikilli tilhlökkun. Hitinn hér er henni ekkert sérstakt uppáhald. Við erum jú Íslendingar. Og síðan er það samdóma álit margra á Hörpu, meðal kennara, vina og eiginmanna hennar og annarra kvenna að hún komi ákaflega vel undan þessarri óskipulögðu söngpásu síðasta hálfa árið. Hún hljómar mjög vel og er klárlega aftur á réttri braut. Hún er aftur byrjuð í tímum hjá góðum fjölskyldu vini og listamanni, Barböru Bonney og vinna þær einkar vel saman. Ég hins vegar hef verið í löngu málningarfríi sem ég hef nýtt í músík vinnu, hef spilað töluvert og einbeitt mér af tónsmíðum (of stórt orð fyrir þá músík sem ég geri). En mörg þeirra laga sem ég hef undanfarið samið hafa endað á prógrammi jazz trío Baad Roots, sem er nýstofnað píano trio utan um mín lög. Fyrsta gigg 3. september Jazzit.

Núna erum við Halldóra Björg flúin úr svitaklístraðari íbúðinni okkar og leikum okkur í sundlaugargarði í Leopoldskron. Mamma og Matthildur í þriðja partýinu um helgina og allur bjartsýnir og glaðir með framtíðina, vonandi finnum við íbúð fljótt því vifturnar hafa ekki við...

Kv Sólsveitti Halli og stelpurnar hans.

laugardagur, júní 12, 2010

Matthildur komin heim, sólin skín og vinaheimsóknir.

Matthildur er loksins komin heim á Schwarzstrasse eftir næstum tveggja mánaða sjúkrahús vist. Hún fór í aðgerð í Munchen (DHZ) í apríl og átti hún að liggja á Landes Krankenhaus rétt í nokkra daga áur en hún færi síðan heim. En svo fór það ekki. Hún átti í erfiðleikum með öndun og fékk svo slæmt kvef í ofanálag. Því fylgjandi gekk læknum mjög erfiðlega að þynna blóðið í rétt horf og hún missti vigt. Það þýddi ekki heim í bráð. Sem varð raunin. Berkjurnar í hægra lunga tóku að þrengjast og gerðu henni afar erfitt mað andadrátt sem var til þess að hún fékk súrefnisgleraugu sem tók langan tíma að losna undan. Eftir um einn og hálfan mánuð á sjúkrahúsinu, þar sem við Harpa skiptum vöktumst á að vera hjá henni dag og nótt, fengum við loksins að fara heim. En þó með magasondu fyrir mjólkina sem hún vill enn ekki drekka.

Síðustu helgi komu til okkar hressar Hvammstanga pæjur, þær Sirrý, Helga, Jóhanna, í heimsókn sem gerði okkur öllum mjög gott. Einstaklega þægilegt að fá ferskan andvara góðra vina í annars þungbúið ástand. Stelpurnar drógu Hörpu með sér í bæinn, út að borða, kaupa föt og kjöftuðiu fram á nótt. Eins og stelpum einum er lagið. Munnlegt slúður um nágrannan sem og innbundið slúður úr ´séð og heyrt´ skemmti okkur óslúðruðum salzburgingum. Ég tók lengri vaktir á spítalanum meðan stelpurnar pæjuðust og var það bara ágætt, við Matthildur náðum vel saman og við yndislegt starfsfólk LKS.

Nú eru stelpurnar farnar, Matthildur komin heim og Gummi kominn til okkar í smá heimsókn frá Danmörku. Það er frábært að fá til okkar góða vini til að létta andann eftir annars mjög erfiðar undanfarnar vikur. Við Gummi nýttum tímann vel og skelltum okkur strax út að borða og upp í kastalann sem vakir yfir borginni ásamt smá "pöbba rölt". Dagurinn er tekinn snemma í dag og við Gummi erum að gera okkur klára í skógarferð í hitanum. Við ætlum upp á kaputzinerberg að finna leynitréið og finna lítinn veitingarstað með heavý cool útsýni. það verður nett.

Annars eru bara allir kátir og ánægðir að vera öll saman heima. Það er yndisleg tilfinning að hafa alla heima. .. En í næstu viku förum við aftur til Munchen í eftirskoðun, það verður líklega bara eins dags stopp. Aðeins að kíkja á æðarnar og aðgerðina og síðan bara send heim. Við látum vita.

Takk fyrir að fylgjast með og styðja okkur áfram. Kveðjur Halli, Harpa, Halldóra Björg og Matthildur Ofurmús.

fimmtudagur, júní 03, 2010

Pàlmi Gunnarsson fòr með rangt màl.

Èg hef komist að þeirri niðurstöðu eftir langar og miklar vangaveltur sìðustu nàtta hèr à spìtalanum, að ekki er allt svo allskostar rètt sem haft er frammi ì fjölmiðlum og/eða lagatextum. Ennþà òmar mèr ì minni hin eldhressa laglìna Magnùsar Eirìkssonar ùr Gleðibankanum þar sem því er staðfastlega haldið fram að tìminn lìði hratt à gervihnattaöld. Nema að gervihnattaöldin sè liðin og hvergi sèu neinir manngerðir hnettir à sveimi virðist okkur Matthildi að þessi staðhæfing eigi við engin rök að styðjast og sè gripin algerlega ùr lausu lofti höfundar texta lagsins. 
    Sem fyrrum stuðningmaður Vinstri Grænna finnst mèr það forkastanlegt að tækifærið hafi ekki verið nýtt ì stjòrnarsetunni að banna, með einfaldri lagasetningu, (hefði getað verið gert ì skiptum fyrir að samþykkja aðildaumsòkn að esb) þess hàttar opinberar lygar, sem gagngert miða að breyttu lìfsviðhorfi og vonbrigðum. 
   Èg er þess til dæmis òviss hvort við Matthildur hefðum einfaldlega samþykkt að eyða hèr à spìtalanum eins mörgum nòttum og við höfum gert nema fyrir þà einföldu trù okkar að tìminn, à þessari öld gervihnatta liði hraðar en ella. 

Listamenn, rithöfundar, blaðamenn þò svo að Vinstri grænir hafi misstigið sig ì lagasetningu um màlið, boðum betri heim fyrir komandi kynslòðir, skrifum ekki lygar og òsannsögli ì textum til opinberrar birtingar.

Með þökk fyrir lesturinn Halli og Matthildur,
langholtsvegi 4
600 Akureyri