Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, mars 20, 2010

næstu skref

Matthildur kom ágætlega út úr hjartaþræðingunni og var ótrúlega fljót að ná sér. Það er skrítið að litla 3 mánaða barnið manns sé orðið vant því að einhverjir eru að troða einhverju inní hjártað á því. Ég sem hélt að svoleiðis byrjaði fyrst alvarlega á unglingsárunum og væri huglægra einhbvernveginn. En Matthildur beit þetta af sér á tveimur dögum og nú erum við öll heima aftur. Ég er að vinna hjá Ernst og lífið gegnur afar eðlilega fyrir sig og eru það eingöngu hinar tíðu lyfjagjafir sem minna okkur á veikindin, en það er líka allt að venjast og verða okkur eðlilegra. Fljótlega eftir rannsóknina í Munchen fengum við dagsetningu á aðgerð númer tvö hjá Matthildi. Við eigum að mæta á DHM 13 apríl og aðgerðin verður líklega þann 14 eða 15 apríl. Við erum öll uppfull af bjartsýni og von um að allt fari vel. Matthildur er ákveðin, sterk og viljug í að koma sér vel í gegnum þessi stóru inngrip. Við fjölskyldan með góðum utanadkomandi stuðningi fjölskyldu og vina stöndum líka strek við hlið hennar. Groundfloor var með bókaða stærstu tónleika á ferli bandsins í Róm og Carpi á Italiu frá 17-20 april sem ég sagði mig frá og við Óli plönuðum að Groundfloor færi til Rómar án mín og Hörpu, með austurræiskum session bassaleikara. Það var mjög skrítin tilfinning að skipuleggja það en tónleikahakdararnir niðurfrá canselluðu tónleikunum vegna aðstæðna og ætla að reyna að bóka bandið aftur í Róm á næsta ári. En af Groundfloor er það að frétta að mitt í öllum hasarnum tókum við Óli upp nýja plötu með frábæru nýju efni og Harpa, Þorri og Julía Czerni voru með okkur. Við stefnum á útgáfu á nýju plötunni í haust. Síðustu tónleikar Groundfloor fyrir reglulegt hlé hljómsveitarinnar verða á sunnudagskvöldið Í Urban keller í Salzburg. Síðan ætlum við Óli að deputera á litlum klúbbi hérna í borg með nýtt side project í byrjun apríl, áður en við förum til Munchen og Óli fer aftur heim. Þetta nýja project heitir Mr. Henry and the drunk poet" og verður kontrabassa/ljóða dúett, þar sem Óli les ljóð og texta eftir okkur báða og ég spila bassalínur undir ásamt einstaka gítargripum til skreytinga. Við erum orðnir mjög spenntir að kynna þessa nýju hlið fyrir okkar fólki hérna í Salzburg. Af Hörpu er það helst að frétta að hún er aðeins að byrja að syngja aftur eftir langt hlé, og kemur afar vel raddlega undan pásunni. Hún hljómar einstaklega vel og stefnir á að nema áfram hjá Barböru Bonney þegar m0guleikar gefast en annars taka sér frí úr skólanum. Halldóra Björg stendur sig áfram mjög vel í skólanum sínum þó hún sé ansi oft þreytt eftir erfiðar nætur og hasar heima við. Hún stendur sig vel.

takk allir fyrir að fylgjast með aðstæðum okkar og styðja við bakið á okkur í þessum undarlegu kringumstæðum.

Halli og stelpurnar í Svörtugötu

mánudagur, mars 08, 2010

Stórkostlegir tónleikar ! Takk fyrir okkur !

Við erum bara orðlaus af góðmennsku fólksins okkar, .. og styrki þeirra til að láta eitthvað svo stórkostlegt gerast eins og þau íslensku vinir okkar hér í Salzburg stóðu fyrir á sunnudaginn. Þetta litla samfélag íslendinga kom saman einum af merkilegustu viðburðum í lífi okkar litlu fjölskyldu, eitthvað sem við komum aldrei til með að gleyma. Strax er við höfðum fregnir af því að það stæði til að halda tónleika til styrktar okkur í baráttunni við veikindi Matthildar, vorum við afar fegin og fannst okkur við svo rík að eiga svona góða og sterka vini, en margt átti enn eftir að koma í ljós. Á þeirri stundu gerðum við okkur engan veginn grein fyrir hversu stórt verkefnið kæmi til með að vera og hversu mikil áhrif þetta kvöld kæmi til með að hafa áhrif á okkur. Ég, eins og ég er, dómharður elli dauðarokkari með kjaft, hugsaði að þetta yrði ábyggilega notaleg stund á litlu kaffihúsi í bænum, Harpa hjalpaði til við að baka ofan í gestina og ég að spilaði með öllum sem kæmu fram, fyrir fáa en góða áheyrendur. En svo sannarlega ekki. Mér var rétt svo troðið inn í prógrammið, fékk að spila örlítið með, spilaði með Óla, nýtt Groundfloor lag og með Ensemble Úngút og naut þess mjög. Aðrir sem komu þarna fram eru atvinnutónlistarmenn eða Virtuósar í þróun.

Blásaraoctett Mozarteum Orchester byrjaði með ylhýrum og spunakenndum klassískum verkum sem ég kann engin deili á en voru einstaklega vel leikin og vel til fallin að byrja þetta frábæra kvöld. Næst á svið var hin glæsilega frábæra söngkona Barbara Bonney, hún þrumaði í nokkur Grieg lög sem bráðnuðu hlýlega um ístaðið. Á svona stundum heyrir maður glökkt hvað skilur að "fína" söngvara og þá sem "meika" það. Síðan kom Arnþór vinur okkar og plokkaði einhverja fallega melódíu á gítarinn, sem mér fannst einhvernvegin falla afar vel að stemmningu kvöldsins og held ég að ég verði að mæla með þessu fyrir róleg kvöld við kertaljósið.. (helst samt í flutningi hans) ´Cancion de cuna´eftir Leo Brouwer. Frábært. Síðan söng Kládía gamall samnemandi Hörpu og þar næst var eitthvað píanó pís sem ég missti af vegna anna í bakherberginu, (Með Matthildi ekki Hörpu). Síðan komu þær, verðandi dívur vinahópsins, þær Arnbjörg María og Guja Sandholt og bombuðu í blómadúettinn sem var mjög cool, þær voru cool, og lagið er cool. en dívu dúettum kvölssins var hvergi nærri lokið. Næst á sviði gekk afar lítil asísk stelpa á sviðið með risastóra ameríska undirleikaranum sínum. Hún er Virtuós. Hún þessi litla stelpa spilaði svo vel, fraseraði svo fallega og spilaði af svo mikilli innlifun að fólk sem þekkti ekkert til táraðist og hreifst með. Hún var æðisleg. (Gaman að segja frá því að við í Groundfloor leituðumst einu sinni eftir að fá hana til að spila með okkur á tónleikum, hún var til en tímasetningin passaði ekki). Næst á svið var Marthan okkar, ég segi okkar af því að við elskum Mörthu eins og gamlan vin, við eigum margar minningar út Linzergasse þar sem við enduðum fjögur í sófanum og drukkum rauðvín blaðrandi um jazz, dauðarokk, mjúka góminn og hnífaárásir í Brooklyn. Hún er Marthan okkar.

Eftir hlé komu "strákarnir okkar", þessir "strákarnir okkar" geta ekki rassgat í handbolta en þeir geta sungið og látið eins og fífl, sem var nákvæmlega það sem þeir gerðu, létu eins og fífl og gerðu það miklu betur en ef "strákarnir okkar" hefðu gert það, það var sniðugt. Næst kom hápunktur kvöldsins, engar dívur, engir kjólar, ekkert píanó, bara rokk. Við Óli rendum í eitt nýtt laga af komandi plötu, "how all things end" rann ljúflega í gegn, og svo ljúflega að sumir hreinlega misstu af flutningnum í hugarró sinni. Á eftir okkur komu allir söngkrakkarnir og nelgdu í nokkrar skemmtilegar kórperlur. Klassíkerar eins og Vísur Vatnsenda Rósu (einkennislag okkar Hörpu), Krumminn, Sofðu unga og fleira flott stuff. það tókst afar vel og hlutu þau mikið og gott lófaklapp. Rósa kynnti dagskránna eins og henni einni er lagið, hnyttin og skemmtileg, en í lokin tróð hún upp sem söngkona og við Peter Arnesen spiluðum undir fyrir ofurkonuna og kraftaverka pæjuna Rósu Kr. Bald. við þrumuðum í lög af prógramminu okkar og gekk það bara vel, nema fyrsta lagið sem ég spilaði í rangri tóntegund og komst ekki inni í fyrr en undir lokin, en vegir kontrabassans eru órannsakanlegir, ég renndi mér til og frá upp og niður í nótnahreinsunaræfingum og enginn virðist hafa tekið eftir neinu. (Allavega sagði enginn neitt). Eftir uppklapp komu þær merku konur, Barbara Bonney og Martha Sharp og kýldu alla kalda með einhverjum fallbyssu dúett í lokin sem ég kann engin deili á. Við Harpa gengum síðan á svið með Matthildi í fanginu og salurinn tók andköf, við þökkuðum fyrir okkur og stigum niður.

Kvöldið var afar vel heppnað, húsið troðfullt og miklu færri komust að en vildu, 320 stólar í Solitaire hátíðarsal Mozarteum setnir og andyrið fullt af fólki að fylgjast með af skjá. Snittur og kampavín innbyrt og mikil stemmning í hópnum. Við fjölskyldan vorum einnig afar ánægð með að amma Lilla og afi Valdi voru með okkur að upplifa töfrum líkast yndislegt kvöld sem gaf okkur ómældan kraft í framtíðina.

í lokin vil ég þakka öllum enn og aftur fyrir mjög mikilvægan stuðning, án ykkar allra væri okkur þetta svo mikið mun erfiðara. Hver einasta jákvæða hugsun, hver einasta króna, hvert einasta símtal, hvert einasta sms og hvert einasta faðmlag fyllir okkur undraverðum krafti og bjartsýni.

Kærar þakkir.
Halli, Harpa, Halldóra Björg og Matthildur Ofurmús.

(sorry hvað þetta var langt)