Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

þriðjudagur, mars 24, 2009

Nýtt heimilisfang ! Schwartzstrasse 41 eða svartagata.

Sauðirnir í Svörtugötu rita nú sinn fyrsta pistil frá flutningum af Linzer. Hann verður stuttur og hnitmiðaður í þetta skipti vegna aðstæðna. Við erum sem sagt ekki enn orðin nettengd og hangi ég því hérna á leiðindastað sem er með "hotspot" og blogga. Við fluttum sem sagt í skyndi, við vorum í fríi með mömmu og pabba í fjöllunum þegar kallið kom. Við drifum þau auðvitað í pakkingar, þrif og viðgerðir, síðan komu "gaurarnir" (pro bono flutningarfyrirtæki íslenskra ofurmanna í Salzburg) og flutti með okkur upp á 4 hæð í nýja húsinu, engin lyfta. Við dúnduðum dótinu á rétta staði myndir upp í hvelli, fíruðum í arninum og kölluð inn í partý síðustu helgi.

Nýjar myndir á myndasíðunni og orðið er frjálst...

kv Svarti sauðurinn.

miðvikudagur, mars 11, 2009

Bless Linzer...

Jæja þá er komið að því...
Var að klára að ganga frá Linsergasse til afhendingar í fyrramálið. Það er óhætt að segja að það séu blendnar tilfinningar þar sem okkur hefur liðið alveg ferlega vel í þessari sérstaklega gömlu en fallegu íbúð. Það eru margir búnir að heimsækja okkur og dvelja hjá okkur í Linzergasse og ég held að ég geti alveg sagt að flestir hafi fundið þann góða anda sem við upplifðum alveg frá því við fluttum inn í sept. 2006.
Við erum búin að upplifa margt þennan tíma, bæði gott og annað ekki eins gott, en núna hefst annað tímabil í lífi óskipulögðu fjölskyldunnar í Salzburg :)
Nýja heimilið er alveg yndislegt þar sem við höfum aðeins meira pláss fyrir okkur og Halldóra Björg fær sitt eigið herbergi. Hún er ofsalega hamingjusöm, búin að teikna mynd af sér í prinsessulíki á hurðina sína og svona...

Ég hlakka til að taka á móti gestum í nýju íbúðinni okkar og takast á við nýtt tímabil í Salzburgarævintýrinu okkar :)

Bestu kveðjur og svo skellum við inn myndum von bráðar !

Harpa