Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

miðvikudagur, júní 24, 2009

hvaðan kemur allt þetta vatn? ...

Óli er kominn í 10 daga gistingu hjá okkur. Við æfum alla daga og höngum inni, en það er ekki endilega bara að hörku og dugnaði, heldur hefur rignt hér linnulaust á nóttu sem degi frá því Óli kom til okkar. það mígrigndi daginn áður en hann kom þann 17.júni og rignir enn, og spáin segir að það komi til með að rigna fram yfir síðasta dag spárinnar ! Rigningin er einhvernveginn þyngri stærri og blautari hér ... og loftið er eins og í gufubaði og þess vegna þornar ekki neitt. Allt sem við eigum hangir hér út um alla íbúd mígblautt og lyktandi eins og eftir heimkomu af þjóðhátíð í eyjum. Oj. En Groundfloor er í gírnum, Flosi, sem spilar með okkur á fiðluna er greynilega búinn að liggja yfir efninu og spilaði þetta eins og hann hafi samið það sjálfur, mikill léttir við það.
Fyrstu tónleikar á Föstudaginn í Salzburg, síðan laugardaginn í St.Pölten og síðan klárum við á Sunnudaginn í Vín.

Halldóra Björg er kominn með far heim til Íslands í sumar og ætlar að "kynnast" fólkinu sínu í gamla landinu á ný upp á eigin spítur í ágúst, það verður örugglega erfitt fyrir okkur Hörpu, en á meðan getum við hugsað upp nöfn á nýja gaurinn í maganum eða skoðað fóstursbækur, sem við höfum engan tíma til þess haft fram til þessa.

Jæja bandið bíður og bassinn spilar sig ekki sjálfur, verð að fara.
Halli Groundfloor !

miðvikudagur, júní 17, 2009

Allt brjálað.

Hér er allt brjálað ! Okkar opinberu mál kominn inn á borð hjá alþjóðlegri úrlausnarnefns EES, Harpa byrjuð hjá Barböru Bonney í söngtímum ásamt því að ganga með barn okkar hjóna. Halldóra Björg byrjuð að undirbúa sig fyrir stóra skólann með hinum ýmsku þrautum, Stafirnir, tölur, hægri og vinstri og skrifa. Ég á yfirsnúningi út af tilvonandi tónleikum Groundfloor í Austurríki eftir eina viku, hengja upp plaggöt, hryngja vesenast og skrifa email. Svo það er óhætt að segja að hér er gaman.

Enginn tími til að skrifa meira, verð að fara að skrifaeinhevrjum öðrum, plögga, plögga plögga.

bæ ! H.

föstudagur, júní 12, 2009

Allt að gerast !

Hæ, við höfum ekki skrifað lengi vegna Anna og annarra annarlegra aðstæðna þó aðallega aðbúnaðar, eða þannig, (allir með vel opið).

Við fórum í skólaviðtal með ungfrúnna á bænum, hún stóð sig vel og er mjög spennt fyrir að byrja næsta haust í skólanum. Þetta er lítill einkaskóli hérna í næsta húsi og erum við Harpa afar ánægð með að þetta hafi gengið upp. Halldóra Björg er afar spennt að byrja og æfir sem mest hún getur að læra hægri og vinstri, ásamt öðrum nauðsynja trixum fyrir fyrsta bekkinn.

Harpa er omin að hjá nýjum kennara, sagði skilið í góðu við prof. Mörthu Sharp eftir næstum 3 góð ár og hefur komist að hjá Barböru Bonney um stundarsakir. Líklega verður hún í bekknum hennar við skólann næsta vetur. Harpa er afar jákvæð og bjartsýn með skiptin og kemur til með að taka tíma hjá B.Bonney í sumar ásamt vinnu við festspielhaus og poppbrnsann. Groundfloor hyggur nebblega á landvinninga og heldur tónleika í Austurríki og Ítalíu í sumar.

Ég er bara eins kátur sjálfur og vanalega, bíð spenntur jólanna með öllum pökkunum sem þau bera með sér, en þó sérstaklega fyrsta jólasveinsins sem ætlar að færa okkur fjölkskyldunni eitthvað frábært af fjöllum.

Tónleikar í kvöld með Ensamble Úngút sem ég er mjög spenntur fyrir. Alltaf skemmtilegra að spila tónleika hedur en svona "background" veislu mússík sem fáir viðrast yfirleitt hlusta á, en það er að stærstum hluta vinna mín hér í Sbg.

Jæja, gott í bíli, bið að heilsaaaa, aaa aaa.

Munum að vera öll hress og kát, hó, hó, hó
H.