Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, febrúar 23, 2008

Skihotel Speiereck

Við fjölskyldan, Halli, Harpa og Halldóra Björg, fórum í skíðafrí til Dodda og Þuríðar í Skihotel Speiereck um síðustu helgi og komum aftur í dag. Vikan var fljót að líða þar sem veðrið og allar aðstæður voru frábærar. Við mættum upp á flugvöll og stálumst upp í Heimsferða rútuna sem stefndi til fjalla. Við komum okkur fyrir á hotelinu, sem töluvert hefur verið endurnýjað og tekist mjög vel til, íslenskir jarðlitir í sambland við austurísku tréinnréttingarnar koma einstaklega vel út saman og myndar sérstaklega flotta stemmningu í húsinu. Við Fjölskyldan fengum sæti við borð hjá þeim Dodda litla (frænda Þuríðar), Gunnar Ólafsyni og ástalanum Brownie, og nutum við þess félagskapar vel. Við skíðuðum frá sunnudagsmorgninum, þar sem Harpa og Halldóra Björg fóru í skíðakennslu, í Katschberg/Aineck, fram til fimmtudags, þegar við fórum í kynnisferð í Fanningberg með Dodda eldri. Færið var frábært í Katschberg/Aineck og brekkurnar rosalega skemmtilegar. Frábær aðstaða fyrir litlu grísina, eins og Halldóru Björgu og þá sem voru að byrja á skíðum, í Katchberg. Og eins fyrir þá sem lengra voru komnir og vildu meiri hraða og brattari brekkur. Aðallyfturnar afköstuðu vel og hrifnastur var ég af yfirleitt stuttum biðtíma í lyfturnar. Aineck hefur ekki jafngóðan lyftukost að mín mati en brekkurnar þar fannst mér skemmtilegri en í Katchberg. Stendur þar upp úr nýja brautin á svæðinu sem skýrð er A1 eins og aðalþjóðbrutin í gegnum Austurríki. Þessi leið á líka marg sameiginlegt með þeim mæta vegi. Hún er rosalega löng, hæfilega brött fyrir byrjendur sem lengra komna og mjög breið, svo að allir hafa nóg pláss. Á þessum fjórum fyrstu dögum skíðaði ég mig alveg upp að eyrum, þannig að þegar stelpurnar mínar kláruðu námskeiðin sín var ég alveg til í dunda mér í plóg í bláu brekkunum. En þess ber að nefna að í bláubrekkunni er 4 sæta stólalyfta og mjög góð aðstoð fyrir börn og byrjendur til að fara í hana og úr. Á fimmtudeginum fórum við í Fanningberg sem er innan Lungau passans sem maður kaupir en þó aðeins úr leið og þarf að fara þangað með rútu (fríum ski bus) eða safna í hóp og leigja bíl eins og við gerðum. Þegar á fimmtudaginn var komið var snjórinn farinn að finna fyrir vorhitanum og færið orðið svolítið þungt, en við nutum dagsins vel og upplifðum við öll Fanningberg skíðasvæðið mjög vel. Halldóra Björg skíðaði með norsku frænku sinni Unu sem kom ásamt Böðvari og Högna á miðvikudaginn til að skemmta sér með okkur. Þær náðu rosalega vel saman og á föstudaginn skíðuðum við öll saman í afar blautu og þungu færi í Katschberg. En það dugði þó ekki til að eiðileggja stemminguna því við fórum bara í sólbað meðan grísirnir skíðuðu. Þau stóðu sig öll rosalega vel og Halldóra Björg var farin að skíða ein niður brekkurnar á eftir okkur eins og ekkert væri. Hún keppti einnig í öðru skíða"móti" sínu á erlendri grundu á föstudaginn, lenti í 8unda sæti, sem var ágætt miðað við að hafa stoppað í miðri brautinni til þess að taka af sér skíðin... en þetta var rosalega gaman. Hún fékk svo viðurkenninga skjal og medalíju á verðlauna afhendingunni. Hún er orðin stór.

Það er gott að vera komin heim aftur og byrja venjulegt líf aftur með æfingum og námi.

Vikan var alveg æðislega skemmtileg, hótelið frábært, brekkurnar æði og veðrið snilld.
Við eigum örugglega eftir að fara þangað aftur.

Myndir af fríinu á myndasíðunni...

föstudagur, febrúar 15, 2008

Pucheim æfingabúðirnar búnar, tónleikarnir að baki og Skúli kominn með gengið sitt.

Harpa söng og söng í Pucheim í eina viku, meðan Halldóra Björg var á skíðanámskeiði í Flachau með leikskólanum og ég æfði mig. Ásamt því að æfa mig var ég að brasa í promo demó diskagerð fyrir Groundfloor sem ég sendi á útgáfufyrirtæki í Evrópu, engin svör enn. Á Laugardaginn spilaði ég síðan frábæra tónleika í Kleines Studio í Mozarteum með Miriams acoustic group sem tókust alveg frábærlega. Við spiluðum í rúman klukkutíma fyrir smekkfullum sal og fengum mjög góðar móttökur. Þegar ég kom heim voru svo Skúli, Íris, Baldur og Ari litli búin að koma sér fyrir á Linzergasse ásamt Hörpu sem var nýkomin heim aftur. Sunnudagurinn fór í afslöppun og skoðunarferð um bæinn, Á Mánudaginn fórum við í æðislegu veðri upp á Untersberg með kláfnum og nutum stórkostlegs útsýnis og veðurblíðu. Á Þriðjudaginn leigðum við síðan bíl og rútuðum um sveitir Austurríkis með smá viðkomu í Þýskalandi. Stoppuðum við Königsee á leið okkar til Zell am See áður en við brunuðum fram hjá Alpendorf, St.Johann, Flachau og Tennengebirge á leið okkar til Salzburgar á ný. Á miðvikudaginn skiptum við síðan liði. Stelpurnar fóru í EUROPARK hina yndislegu og gemutlichheit-uðu verslunarmiðstöð okkar Salzburginga, og við pabbarnir og börnin fórum í göngu á Kaputzinerberg a.k.a. Plómuberg (þangað eru alltaf teknar með plómur og borðaðar í nesti) og klifruðum og njósnuðum í skóginum. Fimmtudagurinn var skíðadagurinn og við rifum okkur eldsnemma upp og fórum með rútu í átt Dachsteinscæðisins þar sem við ætluðum að eyða deginum. Við skíðuðum í Rohrmooz, rétt ofan við Schladming í Steiermark, í heilan dag og gríslingarnir renndu sér á sleða. Nema auðvitað Baldur sem er orðinn svo stór að hann stóð á skíðum allan daginn og skemmti sér vel. Í dag er föstudagur og sér fyrir endann á þessari frábæru heimsókn, gestirnir okkar fljúga heim á morgun og við höldum enn á ný til fjalla þar sem okkur líður best. Nú ætlum við að eyða vikunni í skíðanámskeið og gleði hjá Dodda og Þurý í Skihotel Speiereck í St.Martin. Nú er skólafrí hjá Hörpu og hún að skíða úr sér andlegu þreytuna fyrir líkamlega þreytu í heila viku. í Mars byrjar síðan hasarinn aftur og Pucheim tónleikarnir eru aðra helgina í Mars.

Myndir af gleði undangenginna vikna eru að finna á myndasíðunni, skemmtið ykkur vel og verið dugleg að kommenta, það eru einu höfundalaun okkar, og eru þau alltaf vel þegin.

jæja until next time. HHH.

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

póstur um einmanaleik... og söknuð ... og depurð...

Hæ !! Þorri er farinn frá okkur, hann er farinn til Íslands að taka til heima hjá sér áður en Árdís kemur heim. Hann ætlar samt koma aftur til okkar í vor i inntökupróf fyrir skólann og síðan vonandi ef allt gengur upp koma til frambúðar til Salzburgar næsta haust. Harpa er líka farin frá okkur..., hún er farin til Munchen að æfa fyrir Mars tónleikana í Pucheim (rétt utan Munchen). Æfingaferlið fór ekki sem best af stað þar sem veikindin, sem herjuðu á alla sem hún þekkti meðan hún var að syngja Dido, náðu í hana loksins og felldu. Hún er sem sagt búin að vera veik en er að ná sér og er á fullu í margra klukkutíma æfingum á dag. Hún kemur á laugardagskvöldið næsta, það verðu fínt að fá hana aftur heim.

Á mánudaginn byrjaði Halldóra Björg á skíðanámskeiði með leikskólanum. Hún fer eldsnemma á morgnana alla vikuna með nesti til Flachau að skíða. Hún skíðar fram á hádegi og kemur síðan aftur í bæinn með öllum hópnum og í leikskólann. í dag var meira að segja grímuball eftir hádegi. Halldóra Björg kom okkur mjög á óvart þegar hún lýsti því yfir að hún vildi vera "schreklich hexe", sem útlegst á íslensku "ljót norn", á grímuballinu. Við keyptum einhvern nornabúning, bjuggum til hárkollu úr gömlum svörtum bol af mér og stálum hálmkústi úr geymslunni sem hún gat flogið á á milli veggja í leikskólanum. Hún var afar ánægð með sópinn og vildi ekki fyrir nokkurn mun skila honum í geymsluna aftur. Við sögðum öllum að við hefðum hitt fyrir "alvöru" ljóta gamla norn á leiðinni í leikskólann í morgun og keypt af henni sópinn fyrir þrjár hænur...

Ég er á fullu að æfa með pólsku stelpunum fyrir fyrstu full length tónleikana okkar, þeir verða í einum af tónleikasölum Mozarteum og er spennan mikil. Prógrammið er klárt en allt verður að vera vel smurt því við ætlum að taka þetta allt saman upp á videjó og audio og gera kynningardisk. Við spilum á laugardagskvöldið næsta en þá verða þau Skúli, Íris og strákarnir líka komin til okkar. Þau ætla að vera hjá okkur í eina viku í afslöppun og leik. Það verður gaman. Ég var nú að vonast til að það yrði smá snjór fyrir strákana að renna í hér í borginni en það er ekkert útlit fyrir það eins og stendur, bara hiti og bjart. Það er kominn vor fílingur í mig.

Jæja eldamennskan bíður, soðinn lax með kartöflum og smjöri... uppáhald nornarinnar sem er ennþá í búningnum með svarta hárið, oj...