Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, mars 25, 2007

Hallo, hallo, her erum við loksins aftur

Eftir langt frí og lítið blogg kemur hér lengsti pistill sem skrifaður hefur verið frá Linzergasse. Héðan er samt lítið markvert að frétta nema veðrið hefur verið skemmtilegt, bæði sól og snjór og um leið og við höldum að það sé komið sumar þá iðullega snjóar um nóttina og daginn eftir og þá höldum við því fram við alla að hér sé alveg hægt að skíða enn og nægur snjór. Enn bullandi vetur. En þá er eins og við manninn mælt að sólin kemur aftur með steikjandi hita og bræðir allt í burtu. Þannig að við höfum ákveðið að vera ekkert að blaðra um hluti sem við höfum ekki hundsvit á, eins og hvort sé sumar eða vetur. Þetta er bara allt mjög fínt.
Harpa er á fullri ferð í náminu og gengur bara mjög vel, farin að syngja mezzosopran eða ZWITCHENFACH sem er líka eins konar raddtegund, einhverstaðar á milli mezzósópran og lýriskrar sópran, aðeins dekkri rödd. Hún er bara voða spennt að syngja nýtt prógram fyrir dekkri rödd. Ég hins vegar ákvað ekki alls fyrir löngu að byrja að safna skeggi og já reyna að fá mér smá vöndul. Aðallega svona til að breyta til og líka til að reyna að fá aðeins frið fyrir stelpunum, þær eru alveg brjálaðar í mig hérna og ég verð að reyna að gera eitthvað, svona líka fyrir fjölskylduna mína, þetta verður stundum hvimleitt. Einnig hef ég tekið að safna bumbu með sama markmið fyrir í huga. Ég er lítið að spila þessa dagana en gæti farið að gera meira af því bráðum. Fyrirhugaðir eru nokkrir kynningatónleikar á plötu með íslenskum dægurlögum, sem útsett eru af Peter og sungin af Rósu, og gæti þeim vantað bassaleikara fyrir það. Platan á að koma út í næsta mánuði og þá er bara að sjá. Einnig hef ég heyrt af bandi hérna í Salzburg sem er á höttunum eftir bassaleikara, ég ætla reyna að hafa upp á þeim og kíkja á það dæmi.
Vinnan er bara orðin ágæt, nóg að gera.
Af Halldóru Björgu er allt hið besta að frétta, þrátt fyrir endalaust kvef, þá er hún bara kát. Hún stækkar óðum og talar alltaf meira og meira, eins og pabbi sinn ... mmh, mm, gaman að tala ... Við fengum þær fréttir úr leikskólanum að hún væri bara farin að tala mjög mikið á þýsku og rétt, svo við höfum aðeins verið að reyna að plata hana til að leyfa okkur að heyra. Við svörum henni stundum á þýsku og þá svara hún líka og við spjöllum aðeins þannig saman, það er rosalega sætt og skemmtilegt. Við höfum notað sólardagana til að fara á leikvöllinn og svona bara spássera, tímanum var líka breytt núna um helgina og nú eigum við fleiri stundir í björtu og jafnframt þá tveimur stundum á undan okkar ágætu löndum heima á fróni.
Talandi um helgina, hún var góð. Á föstudag fórum við að borða á æðislegum ítölskum stað ætluðum síðan heim að kúra í sófanum yfir þýsk döbbaða sjónvarpinu, sem er annars ótrúlega fljótt að venjast, en ekkert gerðist. Við flýttum okkur að setja Dóru Bé Haralds í rúmmið til að getað chillað meira, komum okkur vel fyrir í sófanum klukkan hálf níju og sofnuðum, sváfum til 12 og fórum þá inn í rúm að sofa, sváfum síðan til 9! Mega, marathon, massachill er þetta kallað, heavý næs. Í gær (laugardag) var síðan 60 ára afmælið hennar Mörthu Sharp, eða Maddý eins og við Harpa köllum hana núna. Það var þægilegt bara og afslappað á kaffihúsinu sem afmælið var haldið og síðan byrjuðu aríurnar ! ... húfffh .. ! Neih, neih þetta var fínt bara hjá þessu liði og kvöldið var skemmtilegt. Síðan fóru þeir alhörðustu út að SKEMMTA sér. Við Harpa, Abbadísin, Maddý og einhver gömul grúppía, vinkona Maddýar, mjög almennileg og næs og tveir aðrir sem ég veit engin deili á. Við fórum á Havana og skelltum nokkrum Mó' um og dönsuðum, síðan leystist hópurinn aðeins upp (þegar klúbbnum var lokað) og partýið færðist á Linzergötuna, þar sátum við Harpa, Maddý og rokkarinn og kjöftuðum til 6 um morguninn. Það er óhætt að segja að dagurinn í dag hafi verið hálfslappur og máttlaus, Harpa fór á fætur með H.B. og ég rétt náði að komast á róló með henni þegar Harpa þurfti svo hvíld. Síðan var dagurinn bara tekinn rólega með vídeó glápi, chilli con áti og næsheitum.
Vonandi fer síðan eitthvað markvert og skemmtilegt að gerast sem skemmtilegt er að segja frá svo við þurfum ekki að láta líða svona langt á milli blogga.
Nýjar myndir á myndasíðunni. Bestu kveðjur Herr Harald von Salzach, Frau Harpa Von Salzach und Halldora Von Salzach.

laugardagur, mars 10, 2007

Djö goð stemning þo veðrið se schlecht ...

Schlecht þýðir fúlt, skítt eða ömó.
Rétt fyrir hádegi í dag (laug 10 mars) réðust hér inn dauðþyrstir smíðarar, nýkomnir úr tveggja vikna útlegð í austurrísku ölpunum, nú hleypt til byggða á ný. Við vöfðum þau teppum og buðum til matar, pavlóva, heitur réttur, heitir snapsar, kaldir snapsar, sterkir og daufir, allt gert til að hinir dæmdu menn gætu fundið gleði lífsins á ný. Gestirnir voru Mamma og pabbi, svöng og löskuð eftir útileguna, Jói og Stebba hálf ringluð og raddlaus og Einar og Þóra þyrst og þreitt. Við sáum á þeim aumum og buðum þau velkomin að aðmjúku heimili okkar. Við borðuðum saman og chekkuðum á snöfsum af fjöl .. Wilson eða eitthvað, það er allavega snapsinn okkar, þekktur um gervalla alpana sem íslenski fíkju snapsinn. Eftir frábæra stund í Linzer 31 fórum við út á rölt, stelpurnar í stígvéla leit og strákarnir í staupa leit. Við (strákarnir) gengum lengi og fundum fullt af skemmtilegum börum, knæpum og kaffihúsum ... sem öll voru lokuð, okkur til mikillar mæðu og þreitu. Því eftir því sem fleiri voru lokaðir gengum við hærra og lengra því þorstinn dregur þyrsta menn lengra en kjarkur og kraftur þeirra nær á stundum og við fund knæpu einnar voru menn orðnir ringlaðir, halltir og ruglaðir. Við settumst niður á annars ágætri krá sem Einar fann (sá fyrstur fór er stærsta nefið hafði fyrir froðu af nýbrugguðum bjór) og slökuðum okkur þar. Hún er einmitt staðsett rétt ofan við þar sem við félagarnir byrjuðum leit okkar að hinni fullkomnu krá fyrir húnvetninga í Salzburg, við leituðum sem sagt ógeðslega langt yfir skammt. Eftir chill þar fórum við í ógisslega flotta vínbúð á getræde og síðan upp í Linzer í professional vínsmökkun, (ég var eins og bjálfi að þykjast vita eitthvað um austurrísk vín ... "Halli, hvað heitir þessi þrúga?" ... "er þetta hin fræga blaugelt þrúga eða er þetta blaumjálm?" ... "eh ... ja ... mmh, sko ... ætli þetta sé ekki bara einhverskonar samblanda af þessu fyrra sem þú sagðir Jói og þessu hinu sem Einar sagði sko ... soldið sérstök blanda ... hm?...) Ég held ég hafi ekki komist upp með þetta en gestirnir voru svo kurteisir að láta sem allt sem ég sagði væri satt og rétt " JÁ ! ... Blaaau-svín-ghelt ... ógisslega góð þrúga ... er þægi Mummi? ... ha jú, fæ þrjár takk, eina af þessu og eina af þessu og eina af þessarri ... ha? er þægi? ... og síðan fórum við í plötubúðina. Eftir einn bjór og eitt skot voru útilegumennirnir orðnir svo ringlaðir að þeir heimtuðu að komast í plötubúð til að kaupa "ekta austurríska skíðahuttu músík" og ég að sjálfsögðu aðstoðaði við það. Við fórum út með 4 diska, troðfulla af eldhressu klapp í takt skíðahuttu stöffi, tilbúin í stuð eftir miðdagsins. Er heim var komið ruddust stelpurnar inn og blésu til fagnaðar, mamma hafði keypt sér stívél ... allveg djövulli flott. Eftir smá chill í Linzerstofunni fórum við í mat á pasta e vino, smíðararnir þurftu orku til heimferðar og við orku til uppvasks. Hópurinn fór og fékk sér pasta í góðu yfirlæti og afslöppuðu andrúmslofti og nutu síðustu stundanna í Salzburg. Nú nálgaðist taxi tíminn og við dröttuðumst heim, chilluðum aðeins meira og hvöddumst. Við Harpa erum búin að vaska upp og það tók enga stund, "smíðaranir" hins vegar eru rétt að byrja sitt ferðalag heim núna, óskum við þeim bestu ferðar heim og kærar þakkir fyrir daginn, hann var mjög skemmtilegur og verið öll velkomin aftur.
Halli, Harpa og Halldóra Björg.

Myndir frá heimsókninni á myndasíðu.

sunnudagur, mars 04, 2007

O, unaðslega Austurriki, hversu gott getur þu orðið?

Austurríki býður upp á ýmsa skemmtilega fítusa eins og hér hefur verið skifað um og rætt í þaula. En einn stærsti og besti kostur þessa lands er að það kallar til sín allskonar skemmtilegt fólk til skíðaiðkunar, ofáts og víndrykkju. Okkur fjölskyldunni var boðið á skíði og að taka þátt skemmtuninni yfir síðustu helgi með mömmu og pabba og vinum þeirra. Okkur hafði hlakkað alveg rosalega mikið til að fara þar til leyfi mitt til ráðstöfunnar á helginni að eigin vild var afturkallað með öllu og mér sagt að ég skuldaði fyrirtækinu stórfé og yrði að vinna í Munchen alla helgina !! Ég sá það fyrir mér að Harpa og Halldóra Björg færu bara einar og ég málaði Munchen á meðan ... djövussissh ! Á Fimmtudeginum fyrir áætlaðan brottfaradag til skíðaparadísarinnar í Obertauern, hringdi ég í yfirmanninn og heimtaði fund eftir vinnu. Það gekk eftir og ég sagði honum að á íslandi teldist það ekki sjálfsagt að komast á skíði hverja helgi fyrir slabbi og roki og ég bara yrði að fara. Hann tók rökin gild, ég greiddi skuldina og við urðum vinir, að því undanskildu að ég ynni föstudaginn. O.k. sagði ég alveg grjótharður .. andvarpaði, þóttist hugsa eitthvað og sagði aftur .. O.k. og nikkaði. Harpa og Halldóra Björg fóru á undan, óvitandi hvert framhaldið yrði, hver myndi taka á móti þeim, í hvernig ástandi sá væri og hvar ... Obertauern, væri eiginlega. Þeim tókst áfallalaust að komast í hendur mömmu og pabba í Obertauern og héldu sig þar öruggar, en það var ekki svo auðvelt. Foreldrar mínir vildu ólmir kynna þær báðar fyrir vinum sínum og stemmningunni í bænum ... 46 skot ... og nostalgíju júró trans popp í botni, svona er þetta nú sögðu þau bæði og buðu þær velkomnar með að rétta Hörpu fyrsta "Wilsoninn". Ég kláraði vinnuna og dreif mig af stað. Rétt eftir að ég lagði sjálfur af stað hringdi ég í Hörpuna mína, hún talaði bara um "Wilson" og 24 á bakka, með tilboði, allt í allt 46 skot, þetta er frábært, ALLIR AÐ DANSA ! Þegar ég kom svo uppeftir tóku pabbi og Harpa á móti mér og við flýttum okkur að fara að velja skíði fyrir helgina. Á leiðinni sögðu þau mér að mamma og pabbi hefðu farið að hitta Jóa og Stebbu, Einar og Þóru og Lúðvík og Möggu á barnum og þá fór ég að skilja þetta með Wilsoninn, ég hef nefnilega hitt þetta fólk áður ... Fljótlega eftir mátið var okkur boðið til 5 rétta málsverðar á hótelinu og þvílík sæla, allt eins og best var á kosið, með víni og "skál",síðan var farið snemma í háttinn. Á laugardagsmorgun fórum við öll saman í morgunverð, sem tók kvöldverðinum næstum fram með "live" steiktum, soðnum eða spældum eggjum og meððí, áður en við fórum í fjallið. Harpa og mamma urðu eftir með Halldóru Björgu fram að einkakennslunni, sem átti að byrja klukkan 12, meðan við Pabbi þeystumst um brekkurnar, allveg óðir. En eins og margir vita er kappið ekki besti kostur sjúklingsins og pabbi gleymdi sér aðeins við að sýna mér hvernig ætti að "keyra þessar brekkur á fullu og þreytti biluðu löppina aðeins um of. Síðan fórum við niður og ég og Harpa fylgdum skíðadrottningunni í einkakennsluna. Þegar þangað var komið harðneytaði hún að taka nokkurri kennslu. Hún sagðist hafa farið í kennslu um jólin og það hafi verið það sem hafði af henni verðlauna sæti í síðasta mótinu sínu erlendis. Allt út af vitlausri tækni kennslu, keyrði hún útúr brautinni. Nú keppir hún bara erlendis og sagði að hún vildi enga kennslu og fór að grenja. Grét svo bara og grét það til mamma og pabbi sögðu bara "tútt mír læt" (þykir það leitt, góði og virðulegi skíðakennari með milljón ára reynslu og marga sigra að baki, en þá finnst dóttur okkar margverlaunaðri krúsíndúllu og prinsessu að þinna hæfileika sé ekki óskað hér) og kvöddu. Harpa fór þá skíði og við Halldóra Björg fórum í laugina og byggðum vegg með kanínu. Aftur endaði dagurinn á fjölrétta máltíð, víni og fíneríi. Í morgun rifum við Harpa okkur upp svo snemma að lyftunum hafði rétt verið lokað daginn áður og drifum okkur í morgunmat og út í bilinn að skíða. Skíðuðum allar hugsanlegar brekkur, langar, brattar, skrítnar, bognar, hólóttar, hágar og lágar. Halldóra Björg lék við ömmu og afa fram að hádegi og síðan kom Harpa og skipti við þau. Þá brunuðum við skíðatríóið úr St.Johann á leit nýrra ævintýra. Pabbi svona rétt að ná sér eftir ofurkeyrslu gærdagsins og mamma bara ágæt í sinni löpp brenndum við um allt og skemmtum okkur frábærlega. Sólin braust fram úr skýunum um hádegið og gerði það daginn alveg 100 prósent. Við hittum aðeins "smíðarana" áður en við hættum að skíða og náðum að kveðja þau. Hittum þau næst á Salzburg á brottfaradaginn. Síðan tókum við bara rútuna til Radstadt og lestina þaðan heim til Salzburgar. Takk kærlega fyrir frábæra helgi mamma og pabbi og "allir hinir í fjallinu sem klöguðu ekki í lyftuverðina þegar ég keyrði þá næstum því niður við að reyna að hanga í rassgatinu á pabba með bilaða hnéið"

"Smíðarar eru timburmenn á skíðum"

Nýjar myndir á myndasíðunni.