Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, janúar 27, 2007

Skritinn laugardagur.

Í morgun fórum við Halldóra Björg síðust á fætur af öllum í Linzergasse, held ég. Allavega rétt náðum við að kyssa mömmu bless áður en hún fór í nýju vinnuna. En það var allt í lagi af því hún ætlaði að borða með okkur hádegismat hvort sem er. Við rétt náðum að drattast á fætur til að kveðja Láru vinkonu okkar sem átti pantaðan leigubíl rétt fyrir klukkan 11. Hún var búin að vera hjá okkur síðustu daga og allir í fjölskyldunni nutu þess vel að haf´ana í heimsókn. Harpa fór með henni í bæinn og á óperettu í Landes Theater, sem þýðir ekki landsleikhúsið eins og ég hélt, heldur bændaleikhúsið og stóð það fyllilega undir nafni. Sýningin var víst mjög sveitó. Harpa fór líka með henni í skólann og kynnt´ana fyrir Mörthu og fleirum í skólanum. Halldóra Björg var afar ánægð að fá svona lánsömmu í nokkra daga sem las fyrir hana og lék við hana. Fyrir utan að koma með og gefa henni helljarinnar, hellíngs glás af íslensku barnaefni á dvd. Og ég .. Mér finnst alltaf gaman að hafa gesti og þykjast vera eitthvað, það tókst, ég held henni hafi líkað vel við fyrirlestur minn um hljómfræðileg tengsl sólóa trompetjassleikarans Chet Baker á tónleikum í Noregi ´76 og óperunnar Eugene Onegín í uppsetningu Bolsoj leikhússins í Moskvu árið 2000. Við áttum sérstaklega góðan seinnipart í þessum pælingum, þegar mér var vísað heim úr vinnunni eftir að hafa mætt klukkan átta lengst í burtu í öðru þorpi til að vinna. "Ekkert að gera kallinn minn, farðu bara heim" sagði rödd í símanum, sem ég greindi sem yfirmann minn, herr Muthwill, þegar ég hringdi til að athuga hvað væri eiginlega á seyði, hvar í ósköpunum væru allir.
Jebb, við rétt náðum að kveðja Láru og við fórum á fætur í beinu framhaldi af því. Nú var að nálgast hádegismat og rödd í símanum mínum sagði að hún hefði ekki tíma til að koma heim til að borða af því hléið væri svo stutt, kæmi líklega heim um hálf fimm leytið. Nú er hún að verða hálf sex og ég er enn að velta því fyrir mér hvaða rödd þetta var eiginlega .. og annað mál hvar er Harpa eiginlega, enn að vinna og hún kom ekki einu sinni í hádegismat? .. Hvað er að gerast eiginlega, hvar eru allir og hvaða rödd var þetta í símanum? .. Og hvernig fékk hún númerið mitt? Jæja þýðir ekki að hugsa um það, lífið gengur sinn vanagang, Harpa hlýtur að koma heim um síðir og þá hjálpar hún mér að finna botn í ráðgátuna um röddina í símanum ..
Um eitt leytið hófst hljómsveitaræfingi íslenska jazztríjósins Schnitzel jazz company sem heppnaðist mjög vel og færist bandið alltaf nær því að geta yfirtekið dinnerspilamarkaðinn hér í borg. Aftur hryngdi síminn, á miðri æfingu .. ég þorði varla að svara ..
hver getur þetta eiginlega verið? .. Ég reif samt í tólið og lagði það að eyranu, "Halló?" sagði ég skjálfandi, röddin sagði-"Ég er enn að vinna elskan mín og verð eitthvað lengur, eru strákarnir enn hjá þér?" ég vissi ekki hvort ég ætti að svara spurningunni játandi eða neitandi, þeir voru víst enn hjá mér, en ég velti fyrir mér - hvernig veit röddin um strákana og jazztríjóið Schnitzel jazz company? Og afhverju kallaði hún mig elsku? Ég ákvað að leika mér ekki að forlögunum og svaraði játandi, óviss um hvort það gæti orðið mér að aldurtila eða til björgunnar. Ég vissi ekki einu sinni hvort ég væri í hættu eða ekki !
Harpa er enn ekki komin heim í hádegismat og EKKERT farin að láta vita af sér, ætli hún hafi lent í röddinni í símanum? Mér er spurn, .. Ég vona að ég vakni á morgun.
Annars eru ekki miklar fréttir af okkur hér. Það er búið að snjóa í allan dag og enn að snjóa, ætli við Halldóra Björg vöðum ekki bara á skíði á morgun í Mírabell garðinum, þar er smá brekka sem er allveg nóg fyrir þriggjára.

Bestu kveðjur til allra og veriði dugleg að commenta, ef þið viljið kvarta yfir staðreyndum eða öðru í sambandi við bloggið á þessarri síðu endilega commentið. Eins ef þið viljið frekar styttri færslur, þá verður Harpa að fara blogga því ég tala svo mikið.
Halli.

mánudagur, janúar 15, 2007

Allt farið a fullt a ny. Timburmenn hatiðanna gengnir yfir.

Skólinn hjá Hörpu er byrjaður og allt lítur vel út, Martha orðin hressari eftir bakveikindin og er tekin til starfa á ný. Harpa er farin að æfa sig á fullu og segir að tímarnir gangi mjög vel, stundum er gott að hvíla eitthvað sem maður hefur einbeitt sér mikið að í nokkurn tíma til að leifa stöffinu að sígjast inn. Hún er farin takast á við tæknilega efiðara efni en áður og leggst það mjög vel í alla. Halldóra Björg er líka farin að takast á við tæknilega eftiðara stöff í leikskólanum, búin að afgreiða Niggúlás og krampúsana í föndrinu og er farin yfir í hversdagleikann, hann er mjög flókinn eins og við öll vitum. Hún tekur enn stóstígum framförum í þýskunni og erum við Harpa rosalega stolt af henni hversu vel hún spjara sig innan um hina krakkana. Hun er á deild með krökkum af öllum aldri. Elsta barnið er strákur sem er fimm að verða sex, hann chillar bara þarna innan um smábörnin og hjálpar stundum og leikur við þau. Síðan eru þau alveg niðrí tveggja og háls. Ég er aftur kominn í vinnuna líka, byrjaður aftur að bíða eftir að geta farið að mála, vinnudagurinn fer mikið í að bíða hjá mér, bíða eftir að ég fái að vita hvar ég á mæta á morgnana, bíða eftir strætó, bíða eftir verkfærunum og síðan bíða eftir "special" efninu eða "special" litunum sem ég á að nota. Síðan má eg ekki halda áfram fyrr en verkkaupinn er búinn að samþykkja undirvinnuna svo ég geti haldið áfram. Þá er dagurinn búinn. Svo nottla samþykkir verkkaupinn ekki neitt og maður bíður þar til búið er að ákveða hvaða lit á þá eiginlega að nota og hvaða vinnuaðferð, "bið, endalaus bið það bara styttist ei ne..eeitt" síðan fer maður bara aftur heim. Hljómsveitaræfingar eru líka farnar á fullt með íslenska jazztríóinu Schnitzel Jazz Kompaní og sýnist mér þess stutt að bíða að íslendingar eignist nýjar stjörnur á heimsvísu. Já, já, vei, vei vei, allt dottið í sama gírinn. Nema það að Harpa er líka komin með staðfestingu á nýju vinnunni, plötubúðarvinnunni, byrjar 5 febrúar og hlakkar mikið til. Byrjar samt fyrst á afmælishátíðarviku Mozarts nú í lok janúar og svo alveg sem fastur starfsmaður 5 feb. Svo er að koma gestur bráðum og við notum kvöldin fram að því að skrifa niður og semja skemmtiprógram fyrir vikuna sem hún verður. Eiginlega frá því við komum hingað út, (allavega eftir að við fengum okkar eigin íbúð) hafa gestirnir komið með 3 vikna millibili og er það alveg hæfilegur tími á milli gesta. Því eftir suma þarf að taka alveg ofboðslega mikið til .. Nú bregður einhverjum .. "gengum við nokkuð svona illa um?" .." gleymdum við nokkuð sokkunum og nammiruslinu þarna?" .. "við drukkum ekki svo mikið?" ..Ég er bara bulla, hér hafa allir okkar gestir verið okkur mjög hlýðnir í sambandi við umgengnisreglur og útivistartíma og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það. Allir gestir eru velkomnir og allir eru líka velkomnir aftur, (fyrsta endurbókunin er strax komin). Í febrúar verður skólafrí hjá Hörpu og við ætlum að leggja land undir fót, ekki heim þó en eitthvert út fyrir landamærin, kannski bara helgi í Freilassing en við sjáum til. Jæja, Gruuuus gott, alle meine liebe frende und familie rund die welt. Spater ! Familien Von Salzach.

P.S. fyrir áhugasama um krampússkrímsl fundum við síðu með frábærum myndum af þeim, og þeir sem hafa kjark endilega skoði þetta http://www.lemonchilli.at/fotogalerie/index.htm

föstudagur, janúar 05, 2007

Pakkinn kominn veiiiiiiiiiiiiiiiii

Loksins loksins komst pakkinn frá Guðrúnu Ásu stórvinkonu, guðmóður og yfirkrútti, til skila. Þessir blessuðu starfsmenn hjá DHL hér í sveitum Salzburgar eru ekki með forgangsröðina á hreinu..... HBH verður sjúklega glöð þegar hún kemur heim úr leikskólanum þar sem hér bíða tveir pakkar eftir henni.

Takk, Guðrún fyrir mig og mína:) er að fara út með pottinn minn og Damien í eyrunum !!!

Bæææææææ
Harpan

mánudagur, janúar 01, 2007

Kalkunninn, sprengjurnar og Beiruth

Úffh hvað ég var feginn að vakna í morgun heill á húfi, tók púlsinn á Hörpu .. hún lifði líka. Reis upp og hlustaði eftir hrotum hinum megin við hillurnar, allt í orden þar líka. Hleraði eftir gestunum og .. jú allir lifa enn. Áramótin eru yfirstaðin og borgin í rúst, en allt byrjaði þetta vel. Á gamlársdag sváfu allir út. Gestirnir okkar komu um 2 leytið aðfararnótt gamlás og því voru allir svolítið þreyttir. Við fengum okkur amerískar pönnukökur og skelltum okkur í bæinn. Eftir þramm og skautaferð, fóru stelpurnar heim að huga að matnum og við strákarnir fórum í hættuför. Keyrðum út úr bænum á leið til Grödig, einn af smábæum í nágrenni Salzburgar. Bærinn stendur undir ógurlegu bergi. Háu fjalli, vel grónu um miðbikið (eins og við, vel útsæðir um miðbikið) og með snæviþakinn topp. Þarna ætluðum við upp, hangandi í tveimur stálvírum, í boxi sem rúmaði um 15 manns. Spennan var ógurleg. Boxið fór rólega af stað, út úr endastöðinni og tók stefnuna á mastrið sem beið okkar í miðju berginu, töluvert langt í burtu. Um mig fór undarlegur fiðringur. Á leið okkar á toppinn sáum við bæði villta hirti og fimar fjallageitur, fengum okkur bjór og nutum ROSALEGS útsýnis í allar áttir. Yfir alpana, yfir Þýskaland og auðvitað Austurríki og Salzburg. Við skemmtum okkur konunglega. Vorum komnir heim um 5 og þá var áramótakalkúnninn bara tilbúinn og allt í stressi. Hann hafði brugðist kokkunum og orðið tilbúinn allt of snemma, nú voru góð ráð fokdýr. Hvað áttum við að gera .. ? Forrétturinn var étinn á hlaupum meðan allir lögðust á eitt með að koma matarborðinu og meðlætinu í rétt stand. Klukkan sex var forrétturinn löngu horfinn, meðlætið tilbúið og kalkúnnin kominn á borð. Málíðin tókst rosalega vel. Þá var komið að sprengjunum. Við höfðum mælt okkur mót upp á Mönchberginu við Guðrúnu og vini hennar úr hásanum. Því hún er íslensk og átti bombur. Við, tveir íslendingar með fullt af sprengiefni og sérþjálfaðan íslenskan sprengimann úr hjálpasveit skáta ætluðum að halda sýningu fyrir hina dönnuðu, bindisklæddu, rauðvíns sötrandi austurrísku eiginmenn og feður, á bergi hátt yfir bænum. Eftir ógurlegt labb og þreytu komum við upp á umrætt berg. Þar voru líka allir aðrir sem ætluðu að sýna Salzburgingum í tvo heimana með sprengiregni yfir borgina. Við komumst ekki neinsstaðar fyrir og völdum okkur stað þar sem enginn sá okkur og við sáum engan. Nú hófst árásin á kastalann. Hann stendur að sjálfsögðu töluvert yfir borginni og flugeldarnir stefndu víst flestir þangað. Nema kannski þeir sem voru svo fullir af púðri að náðu ekki flugi eins og hjá okkur íslendingunum. Það er óhægt að segja að við, kokhraustu sprengju meistararnir, hafi verið opinberlega flengdir, í skugganum af virkisveggnum sem við stóðum við og undir logandi himninum frá árásarsprengjunum frá heimamönnum. Við lutum höfði og hörfuðum af berginu. Orrustan var töpuð. Við gengum í gegnum bæinn. Gamla bæinn. Þar sem yfirleitt er allt í ró og spekkt og fólk prúðbúið og fágað. Ekkert svoleiðis var sjáanlegt. Menningin var hrunin, við höfðum fundið hina týndu borg Beiruth, hér var stríðsástand !! Glerbrotin allsstaðar, brjálaðir unglingar sem hentu sprengjum við fætur okkar, þar sem við gengum, öskrandi fyllibittur, blótsyrði og nýársóskir hræddu okkur hetjuborna íslendingana verulega á leiðinni heim. Við gengum í gegnum þetta eyðilagða svæði og bruddum glerbrot með sólum skó okkar, þar til við komum í Linzergasse, þar var Salsa tónlist í botni og fólk dansaði. Við vorum þó ekki örugg í hjörtum okkar né róleg og fórum bara heim. Við vöknuðum á nýársdag enn skjálfandi en eftir hádegismatinn reyndum við að flýja rigninguna í Salzburg með að keyra til fjalla. Við kíktum á Dodda í Speiereck og fengum okkur nasl og öl, góð stemmning þar og varð enn betri um það leyti er við vorum að fara því þá byrjaði að snjóa stærðarflyksum og þétt. Það hefur ekki snjóað þar frá því pínulítið 8 des og 22 des. Það léttist brúnin og íslensku skíðararnir brostu. Þetta er einning fyrsti snjórinn sem við Harpa sjáum í langan tíma eða frá því þegar við héldum að veturinn væri kominn. Núna dansa hér menn úti á götu því það er útvarpað um allann gamla bæinn "live"klassískum danstónleikum úr festspielhás. Vals og ræll eins og í gamla daga. Með gleði í hjarta yfir frábærum áramótum segi ég, Gleðilegt ár og ég mynni á myndasíðuna. HAPPY NEWYEAR !!!