Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, september 30, 2006

Jiiihuu... það er gaman nuna

Jebb, fékk mér hjól í dag, hér er ómólegt að vera ekki á hjóli. Ástæðan fyrir því að ég lét líða svona langan tíma frá því ég kom og ég keypti hjól, er ekki af því ég var með lánshjól hjá Kjartani höfðingja Vídó, heldur önnur meiri og stærri. Hér fer örtutt skýring fram á því. Að sjálfsögðu létum við það verða okkar fyrsta verk að kíkja í reiðhjóla verslun í hinni margrómuðu og yfirkynntu verslunarmiðstöð Europark um leið og við komum. Hér eru menn ekki að láta sjá sig á afdönkuðum eldgömlum lánshjólum frá kjartani Vído heldur verða menn að EIGA það besta. Við skoðuðum í sameiningu og vorum að leyta að hjóli á um það bil 20.000, ekki of mikið bara flott nýtt hjól hugsuðum við. Síðan skoðuðum við saman. Hér versla menn í evrum. Hvernig er nú aftur reiknað, er það ekki circa 200,00 evrur? jú, en hér er líka alltaf góð tilboð eins og 199,99 evrur og flest hjólin voru eitthvað um það. Við skoðuðum lengur... Síðan fundum við fákinn !! Hann er hér, þetta er hjólið, er það ekki Harpa?... Jebb frábært hjól, tölum við einhvern mann... Hér tala allir þýsku,... ekki við. Uh,, hello,.. grús gott,... guten tag,... haben sie ein,.. Ich veis nicht vordan man siger,... English comprende?,.. Við reyndum að tala ensk,dansk,þýskíslensku og gekk ágætlega. Við skildum á honum að þetta væri besta hjólið í búðinni... góður sölumaður þetta... En allt leit vel út, gírarnir inní felgunni og engir bremsu vírar, bara glussar... annað hvort hellvíti flott eða þýskarinn vissi ekkert um hjól. Hann sagði mér jafnframt að þetta væri mjög gott í sportið, heimsmeistarakeppnin að nálgast og svoleiðis... Ég sagði honum að ég væri nú ekki mikið fyrir íþróttir, heldur ætlaði ég nú bara að hjóla í búðina og eitthvað annað smá. Hann leit á mig... Hann sagði jafnframt að það væri sérstaklega létt fyrir svona hjól aðeins 8 kíló, ég hugsaði að ég gæti þá keypt allveg rosalega mikið inn fyrir heimilið á þess að finna fyrir nokkurri þyngd á leiðinni. Svaka góður sölumaður... Hann leyfði mér að prófa. Harpa horfði stolt á manninn sinn æða um búðina á fleygiferð á fisléttu hjólinu að þykjast vera með innkaupapoka. "Þvílík snilld maður !! ég skal alltaf fara í búðina og kaupa inn, þetta er besta hjólið í heiminum" "Wollen sie ein hat gehaben, mit die hjul und kannske grifflur gehaben?" Sagði hann rogginn af tilvonandi sölu mánaðarins... Rétt áður en Visakortinu átti að fara að renna fimlega í þétta rauf afgreiðslukassans, fór ég að hugsa... Hmm.. þetta er kannski besta hjólið í búðinni... þetta er kannski ekki meira en 8 kílo... hm af hverju er komma eftir tölustafnum einn í byrjun verðmiðans... hm.. skrítið ... Af hverju er sölumaðurinn svona ofboðslega glaður... er hann að fara í frí? Harpa?... Er þetta ekki rétt reiknað hjá okkur eða er þetta 1,999,99 evrur, er það ekki næstum 2000 evrur er það ekki almost 200 ús kall !!!! HJÁLP !! VIÐ ERUM FÁVITAR !! STÖÐVIÐ SÖLUNA !! EIÐILEGGIÐ SÖLU MÁNAÐARINS OG EIÐILEGGJUM GÓÐASKAP SANNSÖGLA, HEIÐARLEGA SÖLUMANNSSINS ! RENNIÐ EKKI KORTINU !!! Eftir útskýringar á gjaldeyris reikningsmistökum, afsökunarbeiðna orðaflaum og eldrauð andlit, fórum við út, með ekkert hjól, ónýtan dag, enga sölu, engin kaup og svekkelsi. En mest af öllu með ævarandi skömm í hjarta fyrir glaða og yfirspennta sölumannsgreyinu. Því ákváðum við það að fara ekki þarna inn fyrr en við sæjum að hann væri ekki að vinna. Og það var í fyrsta skipti í gær... Kannski var hann rekinn fyrir að klúðra sölu mánaðarins og fékk mánuð til að klára uppsagnarfrestinn, það var mánuður síðan þetta gerðist í gær... Fyrirgefðu, sölumannsgrey, Unsuldigund verkaufenmann armer. Jæja, má ekki vera að meira blaðri, erum að fara í afmæli hjá Lilju, dóttur Rósu upp í sveit, ég er að pæla að hjóla.. Bæbb.

fimmtudagur, september 28, 2006

Nei gekk ekki...

Það er víst bara svona. Ég vissi þetta svo sem en það hefði verið asnalegt að reyna ekki. Abba komst áfram en ég veit ekki hvort hún er komin inn, kemur síðar í ljós. Það var fínn skóli fyrir mig að fara í gegnum þetta því að ég er ekki sterkust í sjálfsöryggi eða svona álagi. Auðvitað þarf maður bara að læra á þetta og læra endalaust meira og meira...
Nú erum við bara á sama stað og þegar við komum þegar ég hélt að ég gæti ekki farið í þetta inntökupróf.
Allavega, nú eru Erla og Guðmundur búin að boða komu sína hingað 6. nóvember n.k. og verða til 12. nóv. Það verður voða gaman og hlökkum við mikið til. Skólinn byrjar nú í byrjun okt. og þá þýðir ekkert annað er að setja sig í gírinn. Það styttist líka óðum í spilagiggið okkar Halla sem er 14. okt og um það leyti förm við kannski líka til Ítalíu til móts við Höllu og Baldur sem verða þar í vinnuferð. Já já það er nóg að gera. Halldóra Björg er alltaf að bæta við orðaforðann og er farin að telja upp að 10 og þakkar alveg einstaklega vel fyrir sig :) Halli er farinn á fullt í atvinnuleit en mun líka fara tvær vinnuferðir í viðbót upp í sveitina á skíðahótelið.
Annars er alveg einstaklega huggulegt hérna hjá okkur í íbúðinni og okkur líður rosalega vel hérna. Ég vil benda á myndasíðu og annað blogg á slóðinni http://web.mac.com/harpath
Við erum hætt að nota hina myndasíðuna af því að hún var ómöguleg...

Bless í bili

Harpan

þriðjudagur, september 26, 2006

Ahh... kominn heim..

Vei, vei gaman að vera kominn heim til Salzburgar. Var á skíðahótelinu í meiriháttar yfirlæti og frábærri náttúru. Ég var aðeins að reyna að hafa salt í grautinn fyrir okkur en það var eiginlega erfitt því vertinn/vinnuveitandinn var svo æstur í að sýna mér náttúruna, skrýtna menn og mannlífið að ég gat varla haldið vel áfram. Á fyrsta degi unnum við smá og fórum út að borða, yndislega hjartarsteik mit alles. Alger unaður í matseld. Síðan var unnið aðeins meira daginn eftir og farið í bakaríið. Þar tók vertinn upp harmónikku, rétti mér gítar og vinnuveitanda mínum skeiðar (sem er slagverksleikari) og taldi í. Eftir um klt spilamennsku í austurískri þjóllatónlist vorum við ráðnir í spilamennsku á sveitasetri hans daginn eftir við veisluhöld. En það skal tekið fram að allt þetta fer fram un miðjan dag. Daginn eftir unnum við pínu og fórum síðan lengst upp í fjöll eftir erfiðum sveitavegi milli hárra fjalla með sneril bursta og gítar. Þar var mikið spilað, drukkið bjór og leikið sér. Síðan unnið. Daginn eftir var bara meiri sveitarómans leikur og læti. Ég reyndi að vinna eins og ég gat á milli skemmtiatriða og gekk það vel. Þau vilja allavega að ég komi aftur eftir um tvær vikur. Við kíktum líka í skottúr upp til Opertauern þar sem mitt fólk hefur skíðað áður og er að fara í vetur aftur. Það var gaman að' koma á þennan stað svona um sumar því við familian í Linzegötu ætlum að hitta mömmu og pabba þar í mars og taka skíðin með okkur. Það verður æðislegt því svæðið er hrikaleg flott. Eitt í lokin... Ég hef oft verið talinn maður víns og bjóra og líkað það vel en fyrr má nú aldeilis fyrr vera, kræst ó mætí!!! Gaurarnir þarna eru allir með drykkjugigt sem er þarna eins og að fá kvef, ekkert mál og fólkið veit ekki einu sinni hvað meðferð er. Flestir menn á svæðinu byrja morguninn á bjór og eru jafnvel búnir með 5 um hádegi, síðan er bara haldið áfram og allir keyra og þetta er í vinnunni. 10 bjórar á dag er stelpu magn, 15 stráka og 20 karla. Þetta var mjög gaman allt saman en fljótt yrði ég dauður á svona stað. En nú er ég kominn heim til stelpnanna og siðmenningarinnar hér í Salz og finnst það gott. Netið komið heim og allir kátir, bestu kveðjur Halli.

mánudagur, september 25, 2006

VIÐ ERUM KOMIN MEÐ NETIÐ HEIM TIL OKKAR, LOKSINS VEI VEI VEI...

Já það hlaut að koma að því. Nú er netið komið en það var ekki þrautalaust ó nei. Frá því á föstudag hef ég verið að reyna að koma þessu blessaða kerfi í gang en ekkert gekk þar til í dag og ég var í beinu sambandi við höfuðstöðvarnar í Graz í allan morgun. Ætlaði að vera mjög dugleg að æfa mig á þeim tíma en nei nei, þetta tekur bara allt svo HRIKALEGA LANGAN TÍÍÍÍMA....
Ég er orðin mjög kát núna og sit hér í rólegheitum heima hjá mér með tölvuna mína, það er huggó :) Halli kemur heim úr sveitinni á morgun og við mæðgur hlökkum mikið til þess. Við fórum þó í heimsókn til hans á sunnudaginn og það var ansi magnað. Við fórum upp í fjall, 2000 metra hæð í skíðakláf og vorum þar í alveg hreint mögnuðu útsýni. Það verður frábært að fara á skíði þarna í vetur. Við munum líka halda tónleika um jólin á hótelinu sem Halli er að vinna á. Þá koma 35 íslendingar og verður sennilega glimrandi stemning. Þá notum við að sjálfsögðu tækifærið og skíðum niður fjallið :)
Halldóra Björg er hin brattasta á leikskólanum og er farin að segja bitte og danke schön. Annars talar hún bara heilmikið á íslensku við blessuð börnin og þau virðast skilja hvert annað mjög vel, allvega segir fóstran það...
Inntökuprófið er á miðvikudaginn og er það vel. Ég er samt orðin nett kv...át yfir þessu öllu saman og það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer. Ég veit um eina stelpu sem er að fara í próf og hún heitir Abba og var með mér í Tónó, já já já mjög spennandi........
Ég er að útbúa nýja mynda og heimasíðu sem ég mun upplýsa fólk um hér síðar.
Annars bið ég að heilsa í bili

Harpan

miðvikudagur, september 20, 2006

...

Halló allir...
Nú erum við Halldóra Björg einar heima í Salzburg. Halli er að vinna upp í sveit og mun vera að því fram að inntökuprófinu sem er á miðvikudaginn í næstu viku. Ég er búin að taka söng og undirleikstíma og það hefur gengið vonum framar, er bara nokkuð ánægð með mig. Vona að ég verði það líka á miðvikudaginn... :/
HBH er ekki alveg eins ánægð á leikskólanum þessa vikuna en þetta kemur allt saman... erum að vinna í þessu...
Dótið okkar er komið og við erum búin að koma okkur rosalega vel fyrir í sætu íbúðinni okkar. Við opnuðum brúðargjafirnar aftur við hátíðlega athöfn og við mikinn fögnuð. Við eigum svo mikið af fínu dóti :) TAKK FYRIR OKKUR ENN OG AFTUR !!!
Það er ferlega skríðtið að eiga svona fínt dót og fína íbúð og svo kemur enginn í heimsókn... Nei nei þetta er bara alveg einstaklega huggulegt allt saman. Nú styttist í að skólinn byrji og er það vel. Það er samt alveg magnað hvað tíminn er fljótur að líða. Við Halli fengum spilagigg í Sell Am See 14. okt. píanó og kontri og svo verðum við með tónleika á milli jóla og nýárs á skíðahóteli hér í sveit. Já já allt að gerast. Það er mjög gott að fá smá svona en ég ætla ekki að missa mig í því eins og síðasta vetur.....
Ég er búin að fá á mig alls kyns blammeringar vegna þess að símanúmerið mitt, sem ég skrifaði hér á bloggið, er VITLAUST. Biðst ég innilega afsökunar á því og hér er það í réttri mynd 0043-6766403167.

Heimilisfangið okkar er:
Linzergasse 31
5020 Salzburg
Austria

Ég veit af einhverjum sem hafa verið að falast eftir þessu til að geta sent gamaldags bréf.... Það er sko vel en ég get ekki lofað að viðkomandi fái slíkt það sama á móti... :)

Bestu kveðjur í bili

Harpan

mánudagur, september 11, 2006

sumar og sol

Jæja hæ, hó, önnur vika að byrja með tilheyrandi rölti um borgina, bjórdrykkju og chilli. Soldið fyndið að segja frá eftir að Harpa dásamaði hljóðeinangrunina, síðast þegar hún bloggaði, að í nótt um hálf fjögut leitið byrjaði þetta ógnarpartý. Og hávaðinn var slíkur að þetta var eins og liggja á miðju dansgólfinu í Tunglinu gamla við Lækjargötu og allir á E pillum! En hætti svo skyndilega um fimm. Þá sofnuðum við aftur. Við Harpa erum orðin pínuþreytt á því að vera alltaf að skrifa um sömu hlutina, svo sem eins og með hina langþráðu búslóð sem við fáum vonandi á miðvikudaginn og um veðrið sem er alltaf gott og skólann sem byrjar bráðum. Ég er hugsanlega og vonandi á leið upp í alpana að vinna í tvær, þrjár vikur á föstudaginn næsta og það verður munur á fá eitthvað að gera og smá aukapéníng. Reyndar var ég líka næstum búinn að landa jazzgiggi í Zell am see en áhugamenn um skíðamennsku þekkja þann stað fyrir allt annað en jazz. Við Georg, hinn 19 ára gamli Salzburgíski píanójazzhaus, ákváðum á 8000 kall ísl kr. á kjaft væri of lítið fyrir 4 klt gigg í bæ í tveggja tíma fjarlægð. En við ætlum að fara að taka upp 3, 4 laga demó og ég ætla dreyfa því hér á hótelin og reyna koma okkur að. Á næsta þriðjudag (morgun) er svo fyrsta opna jammsessíónið á jazzklúbbnum og ég ætla að athuga hvort þar sé einhver sem hugsanlega vantar bassleikara, svo að hér ætti að verða nóg að gera bráðum. Halldóra Björg byrjar á leikskólanum á morgun og það verður ábyggilega mjög skemmtilegt fyrir hana.... og okkur. Hún er komin með alveg nóg af okkur höldum við, með stanslausa stæla og vesen. Síðan kemur líka INTERNETIÐ bráðum á heimili okkar en engar tímasetningar eru gefnar, við erum hætt öllu slíku. Við erum bara farin að segja að við fáum það tengt soon, vonandi. En nóg í bili, kveðjur úr tjúttinu á Linzer a.k.a. The Club. Há-kallinn.

laugardagur, september 09, 2006

Yndichlegt...


Já það er gott hjá manni að vera með yfirlýsingar um hitt og þetta eins og t.d. bara eitt hotspot kaffihús í Salzburg!!!
Haldiði að við höfum ekki bara fundið eitt alveg við hliðina á okkar yndislegu íbúð í okkar yndislegu götu ! Nei það var ekki svo augljóst þar sem þessi staður er inn í mjög huggulegu, ja hvað á maður að segja, torgi einhverskonar, mjög gamalt og svo gengur maður fram hjá nunnuklaustri til að komast þangað :) Við komumst úr bakgarðinum hjá okkur !!!
Já er lífið ekki yndichlegt. Ég fékk meira að segja flögur og brauðstöng með hvítvínsglasinu mínu... Það er gott að fá sér hvítvínsglas í Salzburg :)
Þó að dótið sé ekki komið til síns heima þá er lífið hér orðið ansi normalt og gott. Við fórum í IKEA í gær og keyptum fataskáp á 4000 kr. Hann er alveg ágætur en dugar sennilega ekki í mörg ár :) Það sem var fyndið við þessa ferð var að við erum að sjálfsögðu ekki með bíl og ferðumst þar af leiðandi með strætó, sem er mjög góður ferðamáti. Við vorum þrjú í IKEA og þar af einn meðlimur ekki mjög virkur í flutningum. Skápurinn var sjúklega þungur og ekki bara einn kassi heldur tveir.... Þetta drusluðumst við með auk þess að vera með kerruna og poka, í strætó niður í bæ og svo var einn kassinn ferjaður í kerrunni upp Linzergasse á meðan við HBH biðum og pössuðum hinn kassann. Þetta var ansi skrautlegt en hafðist að lokum og ánægjan með það þeim mun meiri. Nú búum við ekki lengur í ferðatöskum, húrra fyrir því!!!
Maður verður nú aðeins að tala um veðrið þar sem ég er mjög góð í því. Það er orðið aðeins svalara núna heldur en hefur verið undanfarið og ég segi líka húrra fyrir því, það er samt alveg langt frá því að vera kalt.
Annað sem er nauðsynlegt fyrir fólk að vita. Eins og ég hef sagt áður búum við í húsi frá fimmtándu öld sem er ekki frásögu færandi, samt jú... Þetta er algerlega hljóðeinangrað hús. Halli hefur oft komið inn og verið úti þegar ég hef verið að æfa mig og ekkert heyrist, bara smá tíst... ég vona samt að ég komi meir út úr mér en það... Allavega þá var partý á hæðinni fyrir ofan okkur í gær og vitiði hvernig ég komst að því??? MEÐ ÞVÍ AÐ OPNA GLUGGANN !!! Svona eiga íbúðir að vera. Fólk mátti ekki prumpa á hæðinni fyrir ofan okkur í Bugðulæknum okkar ástkæra án þess að við heyrðum það... já það er gaman aðissu.
Bið að heilsa

Harpan

fimmtudagur, september 07, 2006

Bara sol...

Hæe

Nú sit ég á eina kaffihúsinu í Salz sem er með internetsamband, gaman að því... Lýsir borginni okkar í hnotskurn... Það tekur allt töluverðan tíma hér og það kostar mikinn tíma og þolinmæði að fá hina ýmsu hluti s.s. internet, búslóð ofl. Ég segi það ekki, þetta kúplar mann bara aðeins niður og maður verður bara að læra að taka lífinu með ró. Komandi frá Íslandi þar sem allt þarf helst að gerast í gær þá er þetta töluverð breyting...
Við fáum vonandi internetið í næstu viku, búslóðina í næstu viku, leikskólapláss í næstu viku, vinnu fyrir Halla í næstu viku... ó mæ gad, næsta vika verður kannski ekki svo róleg :( Það er samt fyndið að allt sem við höfum beðið eftir gerist ALLT Á SAMA TÍMA ! Já já gaman að þessu.
Hér er alltaf sól núna og sjúklegur hiti, þannig hiti að maður er alltaf slímugur. Já ég veit að þetta hljómar ekki vel en svona er þetta bara. HBH fékk sólhatt í dag, já í dag 7. sept. Hún var mjög ánægð með hann og sagði að sér fyndist gott að fá svona hatt. Hún sagði mér líka áðan að hún byggi í Englandi!!!
Það verður gott þegar ég byrja í skólanum og rútínan fer í gang en það styttist óðum. Inntökuprófið er 27, sept og ég mun mæta galvösk í það, þrátt fyrir að ekki séu miklir möguleikar þar á ferð, kemur í ljós kemur í ljós...

Svona er nú það....

Harpan

sunnudagur, september 03, 2006

Komin heim...


Jæja þá erum við loksins kominn inn í íbúðina okkar á Linzergassse. Hún er vægast sagt æðisleg og við erum mjög ánægð. Svo er það dótið.... Það er verra þegar maður er með svo fína íbúð en ekkert dót... Við fáum þá bara ennþá meiri tíma til að skipuleggja heimilið. Við látum eina mynd fylgja með til gamans en það sýnir ekki mikið. íbúðin okkar er í bláa húsinu og það er einungis frá 1450... Var allt tekið í gegn fyrir 4 árum. Reynið að finna...
Annars reynum við reglulega að setja inn myndir á myndasíðuna okkar, http://homepage.mac.com/harpath

Bless í bili