Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Sma fall back i plönum...

Jæja, það er víst allstadar eins með búslóðarflutninga. Ekki það að allt sé farið í hundana , eitthvað vanti eða allt sá ónýtt, þá er það bara ekki komið. Skipið komst heilt yfir hafið og það er vel, en það er stopp í RoTTTUUdam og menn þar á bæ neita að skipa því upp í bíl nema að undanskildum allskonar leiðinda skilyrðum. Til dæmis þarf ég að syngja Ave verum corpus og ég er ekki einu sinni söngvari og Harpa þarf að sauma sokka á alla í afgreiðslunni þar.... Sem þyðir að búslóðin sem við bjuggumst við að kæmi fljótlega eftir helgi kemur áreiðanlega ekki fyrr en eftir hálfan mánuð, og jafnvel með óskilgreindum aukakostnaði.
Tölvusambandið er líka væntanlegt á sama tíma. Við héldum að við gætum farið að sörfa og símast í gær en allt kom fyrir ekki, intel-örgjöfinn okkar vildi ekkert með hinn þýska háhraða ráder hafa því hann var bæði sló og leiðinlegur. Þannig að við sóttum um nettengingu "again" og þurfum að bíða "again" í hálfan mánuð eftir sambandi. Látum vita hv? gengur. Hér er samt veðrið fínt, ég kominn í spilasamvinnu og H.Björg að byrja í leikskóla og Harpsíkord byrjuð að syngja, allir í gírnum. Og munið myndasíði fjölskyldunnar í Salzentown, http://homepage.mac.com/harpath Later og bis spaater. The fjölsk.

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Rigning, Sol meiri rigning og svo sol





já hér er ýmist rigning, já þá erum við að tala um eina allsherjar rigningu eða myljandi sól. Við erum samt sem áður vön rigningunni en sólin er annað mál. Hún getur verið svo sterk að við bláu íslendingarnir erum í stór hættu. Þá þýðir ekkert annað er að lotiona liðið með heimsins mestu vörn...
Annars er lífið alveg ágætt hér. Ég er búin að hitta kennarann minn og taka smá tíma og stefni á inntökuprófið í lok septembermánaðar. Það kemur bara í ljós hvort ég komist inn, ekkert mjög líklegt en ég hef engu að tapa því að ég er þó komin inn hjá mjög góðum kennara. Halli er kominn með tímabundna vinnu hjá Íslendingum sem reka skíðahótel klukkutíma frá Salz. Þau eru að laga til á hótelinu og Halli ætlar að mála hjá þeim í hálfan mánuð, þrjár vikur. Það kemur sér mjög vel fyrir okkur þar sem ekki hefur verið mikil innkoma upp á síðkastið. Við skoðuðum líka tvo leikskóla sem eru í grennd við verðandi heimili okkar og okkur leist mjög vel á þá. HBH var mjög ánægð með að hitta aðra krakka, enda orðin hundleið á foreldrum sínum. Það kemur í ljós í byrjun Sept. hvort hún komist inn, við vonum það alveg innilega...
Við melduðum okkur inn í landið núna áðan og þá erum við tilbúin í að stofna allt mögulegt hér í borg s.s. bankareikning, netsamband og ég veit ekki hvað og hvað. Við erum einu skrefi nær þó að það séu mörg eftir :) Dótið okkar er ekki farið af stað frá Íslandi og við vonum bara að það verði ekki eitthvað vesen, það þarf að fara af stað á morgun en einhverra hluta vegna reynist mjög erfitt að ná í þjónustufullrtúann okkar hjá Samskipum.... kannski er hún að leita að dótinu okkar...
Læt tvær sætar myndir af stelpunni okkar fylgja þessum pósti

Annars bara bless í bili

Harpan

laugardagur, ágúst 19, 2006

Salzburgar fr'ettir.

Hae h'o. Her er stemmningin engri lik. Buid ad bada sig i sundlaugargardinum og bjor. Buid ad fara a tonleika og fraedast um operur hja ödrum operu unnendum i Salzburg. Eg gaeti verid ad detta i spila vinnu med nokkud saemilegum blasara her i borg sem spilar a tenor og flautu, sa hann spila um daginn og var thad agaett. Vid Harpa erum buinn ad kynnast borgina svolitid sjalf og erum nu i hjolarunt um hverfid sem verdur senn okkar. Vid faum ibudina okkar vonandi rett fyrir manadarmot. Hun er i gömlu göngugötunni i borginni sem er fin stadsetning, rett hja skolanum hennar Hörpu og stutt i adal jassklubbinn. Harpa er buin ad fa ser nytt piano sem hljomar alveg prydilega og er lika flott og vid erum buin ad taka session saman, biano og bassi og er thvi allt ad verda eins og adur. Halldora B vill piano lika svo vid getum stofnad hljomsveit en mer hefur aldrei fundist apparat organ kvartett neitt frabaert fyrirbrigdi en henni finnst thad kannski. Hun hefur kynnst svolitid af krökkum og their taka henni alveg svakavel, thratt fyrir töluverdan aldursmun, tha leika thau vel saman. Harpa er odin doldid othreyjufull ad byrja ad syngja en hun getur ekki einu sinni aeft sig i skolanum utaf thessari miklu Mozart hatid sem nu er i borginni en hun er buin i lok manadar svo hun aetti ad geta farid ad geta eitthvad sma tha. Hun fer reyndar i tima hja Mörthu a manudaginn til ad undirbua sig fyrir inntökuprofid i skolanum sem hun hefur akvedid ad threita. Vid heldum ad thad vaeri ekki haegt utaf thvi hun sleppti thvi i sumar (inntokuprofinu) en thegar her var komid komumst vid ad thvi ad thad var allt opid enn. Og thvi er bara naest ad bida og sja.

Bless i bili Balli Blogg.

föstudagur, ágúst 11, 2006

alltaf að blogga.

Hæ, Halli hér að pósta blogg frá Salzentown. Erum núna við lánstölvu í láns-ráder í lánaðri íbúð. Bara gátum ekki beðið lengur. Hér er allt í góðu, hitinn aðeins að lækka og aðeins tekið að rigna öðru hvoru, en það er bara næs. Íbúðaleitin er að komast á skrið núna og verður farin á fullt um helgina. Nær samt hámarki þegar herrr Grrrrúber kemur til vinnu á mánudaginn en hann er fasteignamiðlari sem ætlar að vinna fyrir okkur. Ég segi ekki annað en íbúðin verður að vera alveg meiriháttar fín því að nýji bassinn sem er annars töluvert kominn til ára sinna fer ekki inn í neina holu. Við félagarnir Þ.e. bassinn og ég ætlum að heyra í kennurum í dag og einum blásara og sjá hvort við getum ekki farið að gera eitthvað. Við familían kíktum, tvo daga í röð í sveitasældina sunnan af Salzburg, til smábæar sem heitir Oberalm en hann liggur undir hömrum háum, skíðabrekku og eldgamalli kirkju. við tókum okkur rölt í sólinni og keyptum bassann. Sóttum hann síðan daginn eftir. Harpa ætlar að hitta Mörthu, kennarann sinn, aðeins áður en hún fer til Ameríku svo hún hafi eitthvað að hugsa um og jafnvel vinna að áður en hasarinn byrjar í haust. Halldóra Björg tekur þessu öllu með mikilli ró og er afar stillt og góð þó svo hún sofi stundum illa en þá er það örugglega bara vegna hitans úti. Hún hefur líka hitt marga nýja vini. Hinn 6 ára Gabríel son annars nemanda Mörthu og Háhyrninginn Halla og Hvolpinn Bjart en þeir búa báðir heima hjá okkur. Bestu kveðjur HHH.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

páskar hvað......

Hæææææææ

Við erum búin að hafa það ferlega gott um páskana, langt og gott frí :)
Hvað segiði annars...
Nú er búið að gifta sig, syngja soldið, hylla pabba gamla, selja og nærri því afhenda íbúðina og svo síðast en ekki síst bráðum verið að flytja af landi brott.
Já já kæru vinir það er komið að því að fjölskyldan færi sig um set og verður það eigi seinna en á sunnudagsmorgun ræ ræræræ ræræræ ræræ(þeir eru víst svo voða góðir).
Nú ætla ég að koma með massa yfirlýsingu !!!!
Þar sem allt verður öðruvísi í útlandinu þá ætla ég að vera mjög ágæt í því að blogga og setja inn myndir og allt þar fram eftir götunum, þið verðið bara að trúa mér !!! Slóðin verður sú sama en við verðum væntanlega ekki nettengd alveg strax þannig það verður smá bið..... en það er nú bara gaman að því :)

Annars kveð ég alla kát í bragði og segi bara
SJÁUMST Í SALZBURG

Harpan