Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

mánudagur, október 31, 2005

Huggulegt...

Ég vil byrja á því að þakka fyrir góða matskák í gær og jafnframt býð ég leiðinlega laganemann velkominn í bloggheim mömmunnar. Það er gaman að þessu...

Já fyrir þá sem ekki vita þá er matskák matarklúbbur sem samanstendur af 8 stórgóðum vinum. Við hittumst reglulega og borðum alveg ofboðslega góðan mat og leikum okkur saman. Síðasta skák var sem sagt í gær að Bugðulæk. Eins og alltaf í Matskák gerist eitthvað ýkja skemmtilegt.
Í gær var það að tveir meðlimir hópsins gerðust svo sniðugir að smella sér í búning. Þetta uppátæki vakti mikla lukku hjá fullorðnum meðlimum hópsins en yngsti meðlimurinn var ekki par hrifinn. Þegar dyrabjallan hryngdi hljóp Halldóra Björg að sjálfsögðu eins og venjulega til dyra, mjög spennt yfir því hver væri nú að koma. Þegar hurðin opnast stendur hún eins og freðin þangað til hún tekur á rás og gólar. Í dyrunum standa hvorki meira né minna en Bleiki Pardusinn og ógurlegt tröll. Undir þessum búningum leyndust engin önnur en Þorri og Árdís, að sjálfsögðu, en til að toppa hræðsluna hjá barninu sem er ekki mjög kjörkuð yfirleitt var Þorri, sem er um 2 metrar á hæð og röddin dýpri en ég veit ekki hvað, tröllkarlinn !!!
Þetta var mjög skemmtilegt en Halldóra Björg svaf upp í hjá foreldrum sínum um nóttina, wonder why???
Verð að láta myndina fylgja þó að hún sé vond :)

Harpan

miðvikudagur, október 26, 2005

Smásaga...

Jæja þá er ég komin aftur heim í frostið (vá það er kalt maður :/) Búin að vera 5 daga í Amsterdam með Móðu og Höllu. Ferðin var frábær og við gengum og skoðuðuð Amsterdam ansi hreint vel, versluðum jólagjafir, sigldum, duttum nærri því ofan í sýki (mamma), borðuðum góðan mat og lentum í ýmsum ævintýrum...
Eitt ævintýrið sem við lentum í gerðist bara fyrsta daginn. Það var þannig að við bjuggum í mjög alþjóðlegu hverfi þar sem meðal annars er mjög frægur markaður með alls kyns varningi. Þegar við komum í íbúðina gátum við að sjálfsögðu ekki setið aðgerðarlausar og því drifum við okkur út að labba og skoða okkur um en abbbbaabaaabbb.... þegar við vorum komnar á mjög óþekktar slóðir ætlar Halla að taka upp kortið góða en vitið menn..... það varð eftir heima ! Við vorum villtar ! Vissum svo sem að íbúðin okkar væri einhversstaðar þarna þannig að það var ekkert í stöðunni nema að ganga bara eitthvað og reyna að finna út úr hlutunum. Við löbbum og löbbum, nei við könnumst ekki við neitt.... Við löbbum lengra og lengra og allt í einu hrópar Halla upp yfir sig og fölnar alveg í framan, röflar eitthvað um konu í glugga og ég veit ekki hvað og hvað....
Vitið menn, þarna vorum við komnar, saklausu mæðgurnar frá Hvammstanga, inn í mitt vændishverfi. Við hliðina á okkur þar sem við löbbuðum voru margir gluggar og í hverjum glugga voru konur á nærklæðunum, efnislitlum, að sýna sig og næla sér í viðskiptavini. Á meðan mamma og Halla gátu ekki hugsað sér að líta til hægri né vinstri, grét ég að sjálfsögðu úr hlátri yfir aðstæðunum sem við vorum komnar í. Sem betur fer var þetta bara smá horn og við vorum ekki með íbúð í rauða hverfinu. Þegar við vorum svo komnar heim veltumst við um af hlátri yfir þessu öllu saman. Við forðuðumst þessa götu svo eins og heitan eldinn...
Vændiskonur í Hollandi eru með eigið stéttarfélag og lífeyrissjóð... skemmtilegt það :)

Ég verð nú að viðurkenna að við fengum smá kúltúr sjokk þegar við komum á staðinn því að allt í kringum okkur voru líka Coffeshops og þar sem við bjuggum í innflytjendahverfi var soldið mikið rusl... Þetta lagaðist svo allt saman þegar við skoðuðum meir af borginni og komumst að því að þetta er prýðilegur staður.
Þetta var ekki einungis verslunar og gönguferð fyrir mig því að ég hitti kennara í Konservatoryinu í Amsterdam og tók einn tíma hjá honum. Það var alveg magnað og það besta var að hann var mjög ánægður með mig og ég fékk rosa gott feedback frá honum varðandi framhaldið :)
Þó að ferðin hafi verið hin allra besta er samt alltaf best að koma heim og hitta liðið sitt. Ég saknaði þeirra heil ósköp og það er svo gott að finna hvað maður er ríkur og hefur það gott !

Harpan

föstudagur, október 14, 2005

Er þetta hægt.....

Þetta náttúrulega gengur ekki.
Það er að verða vika frá því að ég skrifaði síðast og ég hef í raun ekkert markvert að segja eða slúðra. Það fer reyndar að líða að hinni mögnuðu mæðgnaferð okkar mæðgna (mamma og ég) og systra. Við munum fljúga af landi brott á fimmtudagsmorgun og komum aftur þriðjudaginn 25. okt. Ég skal nú barasta hundur heita ef ég kem ekki með eitthvað krassandi úr þeirri ferð ;)
Annars gengur allt sinn vanagang hér í Bugðulæknum. Hallinn búinn að spila á Nordica og það gekk auðvitað bara alveg prýðilega hjá honum og svo verður einshljóðfærissinfoníuhljómsveitin Harpa á Skólabrú um helgina eins og vanalega.
Halldóra Björg er að vinna í þessu með sandinn og ég held að það gangi alveg ágætlega þrátt fyrir smá átköst við og við, já ég held að þetta sé allt að koma.
Það bætast líka við sífellt fleiri orð í orðaforðann og nýjustu og flottustu orðin eru APPELSÍNA og MELAÐI (meðalið). Þrátt fyrir þessar miklu framfarir í töluðu máli neitar hún að reyna við sitt eigið nafn og kallar sig ávallt Fú (þú).
Maður spyr "Hvað heitir þú?" HB svarar "Fú". Ég verð nú samt að segja að mér finnst þetta nokkuð gott hjá henni að vera ekkert að flækja málin... Það er samt verið að vinna í þessu...

Annars kveð ég í bili
Harpan

laugardagur, október 08, 2005

Breytt útlit...

Já ég breytti bara útlitinu á síðunni minni. Er þetta er bara alveg áætt. Megin ástæðan var samt að það var auðveldara að setja inn blessuðu linkana í þessu útliti... :)

Mæðgurnar á Bugðulæknum vöknuðu extra snemma í morgun. Við erum að horfa á Póstinn Pál og það eru áheyrnarprufur í gangi. Það vantar söngvara í hljómsveitina hjá Jonna og fél. og Jón bóndi var t.d. að syngja núna, hann er ekki góður. Að sjálfsögðu heldur Palli póstur utan um þetta allt saman, og já var það ekki, söngvarinn er fundinn. Það er hún Lovísa, sú sem syngur eins og engill en bara í sturtu. Það er Palla að þakka að hún er nú orðin poppstjarna Húrra húrra !!!

Ég væri alveg til í að vera sofandi núna, verð að segja eins og er....

Harpan Zzzzzzzzzz

fimmtudagur, október 06, 2005

Sandkaka ???


Hvað er þetta með smábörn og sand???

Þegar litli snillingurinn, hún Halldóra Björg, kom heim með pabba sínum úr leikskólanum í gær leist mér ekki alveg á blikuna. Hún hafði greinilega tekið sandkökuleikinn einum of alvarlega. Hún hafði hámað í sig sandinn eins og henni einni er lagið. Það var sandur í munninum, báðar nasirnar fullar og eyrun líka. Svo rak hún bara út úr sér tunguna og gretti sig þegar ég spurði hana hvað væri eiginlega í munninum !!!
Dagurinn endaði svo með því að litla skinnið gubbaði út allt rúmið sitt í gærkveldi og var það að sjálfsögðu mest megnis sandur. Líkaminn vill auðvitað ekki svona óskunda!!!
Nú er unnið markvisst í því að kenna HB að það eigi EKKI að borða sand. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu.

Annars er Halli að spila jass á Nordica hótel í kvöld og það er ekki laust við að nett stress sé í gangi. Greyið, hann er alveg náfölur og skjálfandi yfir þessu, en hlakkar samt alveg
rosa mikið til :)
Það er alltaf erfitt að byrja eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Ég veit það nú sjálf eftir fyrsta skiptið á Skólabrú, ó já já. Hann á svo vonandi bara eftir að svífa heim á bleiku skýi í kvöld þegar þetta er búið. Karlinn, já hann er sko seigur !!!

Bið að heilsa í bili

Harpan

mánudagur, október 03, 2005

Smáfréttir....


Góðan daginn

Það er fátt betra en að fá sér gott kaffi í morgunsárið, það verður að segjast eins og er....

Bugðulækjarliðið lagði land undir fót í gær og tók sunnudagsbíltúrinn með trompi. Að þessu sinni var komið við í kaffi á Hvammstanga hjá ömmu Lillu. Halldóra Björg var sem betur fer fegin að sjá okkur foreldrana en það er alveg á hreinu að henni líður bara frekar vel í sveitinni.
Það er ekki svo mikið mál að skreppa í tveggja tíma kaffi í norðurland, tekur tvo tíma að keyra á Tangann, svo stoppar maður í tvo tíma og keyrir svo til baka í tvo tíma, reikniði nú :)

Annars er alltaf nóg að gera hjá námsmanninum Hörpu en eins og er fer aðal vinnan í það að skipuleggja sig.... ekki kannski alveg nógu gott !!!

Halldóra Björg er farin að tala helling en segir aldrei neitt eftir pöntun þegar móðir hennar ætlar að slá um sig..... það getur reynt á þolrifin, verður bara alltaf æðislega feimin þessi elska.
Hún er samt farin að segja Þorri og Árdís :)

Verð í frekara bandi síðar

bleeeeeeeessssss